Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 18:31 Drengirnir voru heimtir úr helju í beinni útsendingu fjölmiðla um allan heim. Sumir þeirra eru réttindalausir í Taílandi. Vísir/Getty Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. Taílensk stjórnvöld íhuga nú að veita þeim taílensk vegabréf en það getur tekið einhvern tíma. Drengirnir og þjálfarinn eru frá róstursömu héraði í norðurhluta Taílands, við landamærin að Mjanmar. Upplausn og lögleysa ríkir á þeim slóðum og íbúarnir eru ekki taílenskir ríkisborgarar samkvæmt lögum. Það þýðir að þeir hafa engin réttindi í taílenska kerfinu og eiga yfir höfði sér að vera reknir úr landi án fyrirvara. Talsmaður taílenska innanríkisráðuneytisins segir að mál fjórmenninganna séu í skoðun. Verið sé að leita staðfestingar á því hvort þeir séu fæddir innan landamæra Taílands og hvort þeir eigi minnst eitt taílenskt foreldri. Það sé yfirleitt forsenda fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Ferlið gæti tekið langan tíma þar sem stjórnvöld virðast ætla að byrja á að leita uppi pappíra og skjöl á borð við fæðingarvottorð. Það verður hægara sagt en gert á svæði þar sem átök og hörð lífsbarátta hafa almennt forgang fram yfir skjalavörslu. Um hálf milljón manna í Taílandi er án ríkisfangs, flestir á landamærunum við Mjanmar. Þeir sæta fordómum og mismunun þar sem margir Taílendingar álíta þá ekki hluta af þjóðinni heldur flóttamenn. Stjórnvöld hafa hins vera skuldbundið sig til að bæta stöðu þessa hóps og veita þeim full réttindi til atvinnu og menntunar innan fárra ára. Fastir í helli í Taílandi Mjanmar Taíland Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. Taílensk stjórnvöld íhuga nú að veita þeim taílensk vegabréf en það getur tekið einhvern tíma. Drengirnir og þjálfarinn eru frá róstursömu héraði í norðurhluta Taílands, við landamærin að Mjanmar. Upplausn og lögleysa ríkir á þeim slóðum og íbúarnir eru ekki taílenskir ríkisborgarar samkvæmt lögum. Það þýðir að þeir hafa engin réttindi í taílenska kerfinu og eiga yfir höfði sér að vera reknir úr landi án fyrirvara. Talsmaður taílenska innanríkisráðuneytisins segir að mál fjórmenninganna séu í skoðun. Verið sé að leita staðfestingar á því hvort þeir séu fæddir innan landamæra Taílands og hvort þeir eigi minnst eitt taílenskt foreldri. Það sé yfirleitt forsenda fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Ferlið gæti tekið langan tíma þar sem stjórnvöld virðast ætla að byrja á að leita uppi pappíra og skjöl á borð við fæðingarvottorð. Það verður hægara sagt en gert á svæði þar sem átök og hörð lífsbarátta hafa almennt forgang fram yfir skjalavörslu. Um hálf milljón manna í Taílandi er án ríkisfangs, flestir á landamærunum við Mjanmar. Þeir sæta fordómum og mismunun þar sem margir Taílendingar álíta þá ekki hluta af þjóðinni heldur flóttamenn. Stjórnvöld hafa hins vera skuldbundið sig til að bæta stöðu þessa hóps og veita þeim full réttindi til atvinnu og menntunar innan fárra ára.
Fastir í helli í Taílandi Mjanmar Taíland Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19