Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 07:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti á stuðningsmannafundi í fyrradag. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. Mexíkóskur innflytjandi, hinn 24 ára gamli Christian Bahena Rivera, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Tibbetts. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Rivera dvalið ólöglega í Bandaríkjunum í allt að sjö ár. Hann leiddi lögreglu að líki Tibbetts en segist ekki muna eftir því að hafa myrt hana.Rivera var leiddur fyrir dómara í gær.Vísir/APÍ myndbandinu sem Trump birti á Twitter í gær segir hann nauðsynlegt að endurskoða bandaríska innflytjendalöggjöf í ljósi nýliðinna atburða. „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar.“Sjá einnig: Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Þá hamrar Trump á því í myndbandinu að um sé að ræða verkefni fyrir Repúblikana þar sem Demókratar muni ekki láta verða af því að knýja fram breytingar í málaflokknum. „Þetta er eitt tilvik af mörgum. Það er gríðarleg glæpastarfsemi sem reynir að komast í gegnum landamærin. Löggjöf okkar er sú versta í öllum heiminum. Enginn er með lög eins og Bandaríkin. Þau eru hreinlega vonlaus,“ segir Trump.Myndbandið má horfa á í heild hér að neðan.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2018 Margir hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að gera morðið að pólitísku bitbeini. Trump hefur ætíð verið harður á því að herða þurfi innflytjendalög í Bandaríkjunum.Everyday 49 people are killed in the US. Yes, 49. Almost all are by US citizens. You pick one and generalize it to condemn a particular ethinc group. Shame on you. You are corrupt, congenital liar and a racist piece of greedy son of rich!— Edip Yüksel (@edipyuksel) August 23, 2018 Using this poor girls name and her family for your political agenda is reprehensible. You are a vile human— Jennifer Esposito (@JennifersWayJE) August 23, 2018 Morðið á hinni tvítugu Tibbet hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Lík hennar fannst á kornakri í Iowa-ríki í vikunni en hennar hafði þá verið saknað síðan 18. júlí síðastliðinn. Síðast spurðist til Tibbet þegar hún fór út að hlaupa og hafði alríkislögreglan FBI notast við gögn úr FitBit heilsuúri hennar við leitina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04 Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. Mexíkóskur innflytjandi, hinn 24 ára gamli Christian Bahena Rivera, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Tibbetts. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Rivera dvalið ólöglega í Bandaríkjunum í allt að sjö ár. Hann leiddi lögreglu að líki Tibbetts en segist ekki muna eftir því að hafa myrt hana.Rivera var leiddur fyrir dómara í gær.Vísir/APÍ myndbandinu sem Trump birti á Twitter í gær segir hann nauðsynlegt að endurskoða bandaríska innflytjendalöggjöf í ljósi nýliðinna atburða. „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar.“Sjá einnig: Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Þá hamrar Trump á því í myndbandinu að um sé að ræða verkefni fyrir Repúblikana þar sem Demókratar muni ekki láta verða af því að knýja fram breytingar í málaflokknum. „Þetta er eitt tilvik af mörgum. Það er gríðarleg glæpastarfsemi sem reynir að komast í gegnum landamærin. Löggjöf okkar er sú versta í öllum heiminum. Enginn er með lög eins og Bandaríkin. Þau eru hreinlega vonlaus,“ segir Trump.Myndbandið má horfa á í heild hér að neðan.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2018 Margir hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að gera morðið að pólitísku bitbeini. Trump hefur ætíð verið harður á því að herða þurfi innflytjendalög í Bandaríkjunum.Everyday 49 people are killed in the US. Yes, 49. Almost all are by US citizens. You pick one and generalize it to condemn a particular ethinc group. Shame on you. You are corrupt, congenital liar and a racist piece of greedy son of rich!— Edip Yüksel (@edipyuksel) August 23, 2018 Using this poor girls name and her family for your political agenda is reprehensible. You are a vile human— Jennifer Esposito (@JennifersWayJE) August 23, 2018 Morðið á hinni tvítugu Tibbet hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Lík hennar fannst á kornakri í Iowa-ríki í vikunni en hennar hafði þá verið saknað síðan 18. júlí síðastliðinn. Síðast spurðist til Tibbet þegar hún fór út að hlaupa og hafði alríkislögreglan FBI notast við gögn úr FitBit heilsuúri hennar við leitina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04 Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59