Erlent

Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar

Sylvía Hall skrifar
Mollie Tibbets er tvítug að aldri. Hún sást seinast þann 18. júlí í heimabæ sínum Brooklyn í Iowa.
Mollie Tibbets er tvítug að aldri. Hún sást seinast þann 18. júlí í heimabæ sínum Brooklyn í Iowa. Lögreglan í Iowa
Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið á Tibbetts leiddi lögreglu að líkinu.

Lögregluyfirvöld í Iowa höfðu leitað dag og nótt að Tibbetts, sem hvarf þegar hún fór út að hlaupa fyrir rúmum mánuði síðan. Þá notaðist alríkislögreglan við gögn úr FitBit heilsuúri Tibbetts til þess að reyna að komast að staðsetningu hennar.

Það var ekki fyrr en lögregla fann myndband úr öryggismyndavélum í heimahúsi í bænum sem sýndi bíl elta unga konu á hlaupum að rannsakendur urðu einhvers vísari um hvarf stúlkunnar.

Sjá einnig: Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs

Myndbandið leiddi lögreglumenn að hinum 24 ára Cristhian Bahena Rivera, 24 ára gamals innflytjanda sem hefur verið ólöglega í landinu í allt að sjö ár, sem var ákærður fyrir að myrða stúlkuna.

Á þriðjudag benti hann Rivera lögreglumönnum á staðsetningu líksins, sem fannst á kornakri undir hrúgu af laufblöðum. Hann hefur verið settur í gæsluvarðhald og ákærður fyrir morð.

Á blaðamannafundi sem var haldinn vegna málsins sögðu lögregluyfirvöld að það væri óvíst hvers vegna Rivera hafi myrt Tibbetts. Hann hafði elt hana og af einhverri ástæðu ákveðið að ræna henni. Hún hafi hótað að hringja á lögreglu sem hafi reitt hann til reiði.

Sjálfur segist hann ekki muna eftir atburðinum, hann hafi rankað við sér á gatnamótum í Poweshiek-sýslu og áttað sig á því að hann hafi sett stúlkuna í skottið, og þegar hann hafi opnað það hafi hún verið blóðug.

Rannsakendur bíða nú niðurstöðu krufningar til þess að vita dánarorsök Tibbetts.


Tengdar fréttir

Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs

Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×