Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 21:03 Hermaður ríkisstjórnar Jemen. Vísir/EPA Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir. Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir.
Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30