Þar kemur fram að afsögn Hongwei taki tafarlaust gildi og að varaforseti Interpol, hinn suðurkóreski Kim Jong Yang taki tímabundið við sem starfandi forseti. Nýr forseti verður svo kosinn á aðalfundi Interpol í Dubai í næsta mánuði og mun hann starfa út yfirstandandi kjörtímabil, til ársins 2020.
Sjá einnig: Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi
Hongwei er eins og áður sagði í haldi kínverskra stjórnvalda. Það var gert opinbert fyrr í dag en ekkert hafði spurst til hans síðan hann hélt frá heimili sínu í Lyon í Frakklandi til Kína þann 25. september. Þá er ekki vitað hvar í Kína Hongwei er haldið eða hvers vegna.
Statement by the INTERPOL General Secretariat on the resignation of
Meng Hongwei. pic.twitter.com/c2daKd9N39
— INTERPOL (@INTERPOL_HQ) October 7, 2018