Tælensku drengirnir fá hugarró í hofi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2018 06:39 Hluti hópsins er sagður hafa tekið þátt í sambærilegri athöfn áður. Vísir/AFP Bróðurpartur tælenska fótboltaliðsins, sem festist í helli rúmar tvær vikur, hóf í dag trúarathöfn sem standa mun yfir næstu daga. Drengirnir munu raka af sér allt hárið og klæðast þartilgerðum kuflum, en að sögn breska ríkisútvarpsins er athöfnin sögð vera algengur siður hjá tælenskum körlum sem lent hafa í áföllum. Hópurinn mun verja alls níu dögum í búddistahofi en einn þeirra, Adul Sam-on, er kristinn og mun því ekki taka þátt í athöfninni. Fótboltaþjálfarinn þeirra mun að sama skapi dvelja með þeim í hofinu, ekki þó sem lærlingur eins og drengirnir heldur sem fullgildur munkur. Strákarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í liðinni viku og eru sagðir við góða heilsu. Athöfninni er ætlað að veita þeim „andlega hreinsun“ eftir þrekraunina. „Þeir ættu að verja smá tíma í hofi, það er þeim fyrir bestu,“ er haft eftir afa eins stráksins í hópnum á vef BBC. „Það er eins og þeir hafi dáið en hafi nú endurfæðst.“ Tælensk stjórnvöld segja að hár drengjanna verði rakað af í dag og á morgun muni þeir fá í hendurnar kuflana sína. Þeir munu flakka á milli nokkurra hofa þar sem þeir munu verja deginum við hugleiðslu, bænakall og þrif. Þeir halda aftur til síns heima þann 4. ágúst, eftir níu daga - en níu er talin happatala í Tælandi. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Bróðurpartur tælenska fótboltaliðsins, sem festist í helli rúmar tvær vikur, hóf í dag trúarathöfn sem standa mun yfir næstu daga. Drengirnir munu raka af sér allt hárið og klæðast þartilgerðum kuflum, en að sögn breska ríkisútvarpsins er athöfnin sögð vera algengur siður hjá tælenskum körlum sem lent hafa í áföllum. Hópurinn mun verja alls níu dögum í búddistahofi en einn þeirra, Adul Sam-on, er kristinn og mun því ekki taka þátt í athöfninni. Fótboltaþjálfarinn þeirra mun að sama skapi dvelja með þeim í hofinu, ekki þó sem lærlingur eins og drengirnir heldur sem fullgildur munkur. Strákarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í liðinni viku og eru sagðir við góða heilsu. Athöfninni er ætlað að veita þeim „andlega hreinsun“ eftir þrekraunina. „Þeir ættu að verja smá tíma í hofi, það er þeim fyrir bestu,“ er haft eftir afa eins stráksins í hópnum á vef BBC. „Það er eins og þeir hafi dáið en hafi nú endurfæðst.“ Tælensk stjórnvöld segja að hár drengjanna verði rakað af í dag og á morgun muni þeir fá í hendurnar kuflana sína. Þeir munu flakka á milli nokkurra hofa þar sem þeir munu verja deginum við hugleiðslu, bænakall og þrif. Þeir halda aftur til síns heima þann 4. ágúst, eftir níu daga - en níu er talin happatala í Tælandi.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45