Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. febrúar 2018 14:40 Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Vísir/Getty Mannúðarsamtök áætla að meira en 500 manns hafi fallið í loftárásum Sýrlandshers á Ghouta héraðið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir frá því stríðið í Sýrlandi hófst fyrir sjö árum. Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vopnahlé einróma á fundi sínum á áttunda tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Ályktun ráðsins um vopnahlé í þrjátíu daga var samþykkt eftir nær linnulausar loftárásir Sýrlandshers á Ghouta úthverfið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst fyrir sjö árum. Vopnahlé átti að taka gildi þegar í stað en vef Guardian segir að óvíst sé hversu lengi það vari eða hvort það verði yfirleitt virt. Nokkrum mínútum eftir að ályktun um vopnahlé var samþykkt í öryggisráðinu var greint frá því að herþotur Sýrlandshers hefðu gert loftárásir á Ghouta. Þá vöknuðu íbúar í nokkrum bæjum austurhluta Ghouta við loftárásir í morgun að því fram kemur á fréttavef Reuters. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að meira en 500 manns hafi látist í loftárásum á Ghouta í vikunni og að á meðal látinna séu konur og börn. Samtökin Læknar án landamæra telja að 520 hafi látist í árásunum sem hafa meðal annars beinst að sjúkrahúsum. Ályktun öryggisráðsins um vopnahlé nær til alls Sýrlands nema þeirra svæða þar sem hernaðaraðgerðir standa yfir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, Al-Nusra og hópum sem tengjast Al Qaeda að því er fram kemur í New York Times. Markmiðið er að tryggja mannúðaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum og koma særðum undir læknishendur. Atkvæðagreiðsla frestaðist dögum saman í öryggisráðinu því Rússar gerðu ágreining um orðalag í ályktuninni. Hefur þessi dráttur á atkvæðagreiðslu verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars af Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Stephen Hickey fulltrúa Bretlands í öryggisráðinu. Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Mannúðarsamtök áætla að meira en 500 manns hafi fallið í loftárásum Sýrlandshers á Ghouta héraðið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir frá því stríðið í Sýrlandi hófst fyrir sjö árum. Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vopnahlé einróma á fundi sínum á áttunda tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Ályktun ráðsins um vopnahlé í þrjátíu daga var samþykkt eftir nær linnulausar loftárásir Sýrlandshers á Ghouta úthverfið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst fyrir sjö árum. Vopnahlé átti að taka gildi þegar í stað en vef Guardian segir að óvíst sé hversu lengi það vari eða hvort það verði yfirleitt virt. Nokkrum mínútum eftir að ályktun um vopnahlé var samþykkt í öryggisráðinu var greint frá því að herþotur Sýrlandshers hefðu gert loftárásir á Ghouta. Þá vöknuðu íbúar í nokkrum bæjum austurhluta Ghouta við loftárásir í morgun að því fram kemur á fréttavef Reuters. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að meira en 500 manns hafi látist í loftárásum á Ghouta í vikunni og að á meðal látinna séu konur og börn. Samtökin Læknar án landamæra telja að 520 hafi látist í árásunum sem hafa meðal annars beinst að sjúkrahúsum. Ályktun öryggisráðsins um vopnahlé nær til alls Sýrlands nema þeirra svæða þar sem hernaðaraðgerðir standa yfir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, Al-Nusra og hópum sem tengjast Al Qaeda að því er fram kemur í New York Times. Markmiðið er að tryggja mannúðaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum og koma særðum undir læknishendur. Atkvæðagreiðsla frestaðist dögum saman í öryggisráðinu því Rússar gerðu ágreining um orðalag í ályktuninni. Hefur þessi dráttur á atkvæðagreiðslu verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars af Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Stephen Hickey fulltrúa Bretlands í öryggisráðinu.
Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00