„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2018 09:09 Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun. Myndir/Facebook Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. Dauðarefsing er bundin í lög í landinu en enginn hefur verið tekinn af lífi á grundvelli þeirra frá árinu 1993 þó að fjöldi fólks hafi verið dæmdur til dauða. Ouazid er einn fjögurra sem eru í haldi grunaðir um morðin á hinni norsku Ueland og hinni dönsku Jespersen. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum í strætó í Marrakech í gær. Voru mennirnir með hnífa í fórum sínum.Rætt er við bróðurinn á vef norska blaðsins VG. Þar segir hann að bróðir sinn og mennirnir hafi verið góðir vinir. Þeir hafi þekkt hvern annan í eitt til tvö ár og höfðu allir áhuga á að veiða fugla.Hvarf frá heimilinu nokkrum dögum fyrir morðin Said segir bróðir sinn hafa horfið frá heimilinu síðastliðinn fimmtudag og þau hafi ekki séð hann síðan en lík þeirra Ueland og Jespersen fundust á mánudagsmorgun. „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Said. Hann segir að bróðir sinn hafi búið í húsi fjölskyldunnar í Marrakech með konu sinni og dóttur. „Ef mig hefði grunað að það væri eitthvað að hjá honum þá hefði ég tilkynnt yfirvöldum það. […] Hann lifði venjulegu lífi en var heilaþveginn,“ segir Said. Hann segir móður sína viti sínu fjær vegna málsins. Hún trúi því ekki að þetta sé sonur hennar sem sé í haldi lögreglu vegna morðanna. „Hún segir: „Þetta er ekki sonur minn, þetta er ekki sonur minn.“ Við höldum henni frá fjölmiðlum. Hún er í afneitun,“ segir Said. Morðin eru rannsökuð sem hryðjuverk. Yfirvöld í Danmörku og Noregi hafa til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á að minnsta kosti annarri konunni. Myndbandið var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en yfirvöld hafa biðlað til almennings um að horfa hvorki á myndbandið né dreifa því. Frá því er svo greint í norskum fjölmiðlum í morgun að talið sé að myndbandið sé ósvikið. Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. Dauðarefsing er bundin í lög í landinu en enginn hefur verið tekinn af lífi á grundvelli þeirra frá árinu 1993 þó að fjöldi fólks hafi verið dæmdur til dauða. Ouazid er einn fjögurra sem eru í haldi grunaðir um morðin á hinni norsku Ueland og hinni dönsku Jespersen. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum í strætó í Marrakech í gær. Voru mennirnir með hnífa í fórum sínum.Rætt er við bróðurinn á vef norska blaðsins VG. Þar segir hann að bróðir sinn og mennirnir hafi verið góðir vinir. Þeir hafi þekkt hvern annan í eitt til tvö ár og höfðu allir áhuga á að veiða fugla.Hvarf frá heimilinu nokkrum dögum fyrir morðin Said segir bróðir sinn hafa horfið frá heimilinu síðastliðinn fimmtudag og þau hafi ekki séð hann síðan en lík þeirra Ueland og Jespersen fundust á mánudagsmorgun. „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Said. Hann segir að bróðir sinn hafi búið í húsi fjölskyldunnar í Marrakech með konu sinni og dóttur. „Ef mig hefði grunað að það væri eitthvað að hjá honum þá hefði ég tilkynnt yfirvöldum það. […] Hann lifði venjulegu lífi en var heilaþveginn,“ segir Said. Hann segir móður sína viti sínu fjær vegna málsins. Hún trúi því ekki að þetta sé sonur hennar sem sé í haldi lögreglu vegna morðanna. „Hún segir: „Þetta er ekki sonur minn, þetta er ekki sonur minn.“ Við höldum henni frá fjölmiðlum. Hún er í afneitun,“ segir Said. Morðin eru rannsökuð sem hryðjuverk. Yfirvöld í Danmörku og Noregi hafa til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á að minnsta kosti annarri konunni. Myndbandið var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en yfirvöld hafa biðlað til almennings um að horfa hvorki á myndbandið né dreifa því. Frá því er svo greint í norskum fjölmiðlum í morgun að talið sé að myndbandið sé ósvikið.
Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13
Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20