Fjögur fyrirtæki ætla að skjóta eldflaug á loft á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 23:32 SpaceX ríður á vaðið með geimskoti ellefu mínútur yfir tvö á morgun. Vísir/SpaceX Fyrirtækin SpaceX, Blue Origin, Arianespace og United Launch Alliance ætla sér öll að skjóta eldflaug á loft og á morgun. Komi veðrið eða tæknilegir örðugleikar ekki í veg fyrir eitthvað af skotunum verður það í fyrsta sinn sem svo mörgum eldflaugum er skotið út í geim á einum sólarhring. Hægt verður að fylgjast með einhverjum geimskotanna hér á Vísi. Áætlað er að ballið byrji ellefu mínútur eftir tvö á morgun, að íslenskum tíma, (9:11 í Flórída). Þá mun SpaceX skjóta Falcon 9 eldflaug á loft og er farmur eldflaugarinnar gervihnöttur fyrir her Bandaríkjanna. Ekki stendur til að reyna að lenda eldflauginni aftur þar sem gervihnötturinn þarf að fara á háa sporbraut. Um einungis 19 mínútum síðar ætla starfsmenn Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, að skjóta New Shepard eldflaug á loft. Verkefnið er á vegum NASA og felur í sér ýmsar tilraunir þar sem nokkuð er um rannsóknarbúnað um borð í eldflauginni. Finna má upplýsingar um þær tilraunir hér á vef Blue Origin.Ekki er vitað með vissu hvort til standi að reyna að lenda eldflauginni en Blue Origin hefur verið að þróa slíka tækni, eins og SpaceX.Tomorrow is the 4th mission for this launch vehicle and the 10th mission overall for the #NewShepard program #NS10#LaunchLandRepeatpic.twitter.com/xvAjtT53FM — Blue Origin (@blueorigin) December 17, 2018 Rúmum tveimur tímum eftir geimskot Blue Origin ætla starfsmenn franska fyrirtækisins Arianespace að skjóta gervihnetti á braut um jörðu frá Frönsku Gíneu. Notast verður við rússneska Soyuz eldflaug. Fyrirtækið ULA, sem er í eigu Boeing og Lockheed Martin, mun svo skjóta Delta Heavy eldflaug á loft frá Kaliforníu klukkan 01:57 aðfaranótt miðvikudags. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Fyrirtækin SpaceX, Blue Origin, Arianespace og United Launch Alliance ætla sér öll að skjóta eldflaug á loft og á morgun. Komi veðrið eða tæknilegir örðugleikar ekki í veg fyrir eitthvað af skotunum verður það í fyrsta sinn sem svo mörgum eldflaugum er skotið út í geim á einum sólarhring. Hægt verður að fylgjast með einhverjum geimskotanna hér á Vísi. Áætlað er að ballið byrji ellefu mínútur eftir tvö á morgun, að íslenskum tíma, (9:11 í Flórída). Þá mun SpaceX skjóta Falcon 9 eldflaug á loft og er farmur eldflaugarinnar gervihnöttur fyrir her Bandaríkjanna. Ekki stendur til að reyna að lenda eldflauginni aftur þar sem gervihnötturinn þarf að fara á háa sporbraut. Um einungis 19 mínútum síðar ætla starfsmenn Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, að skjóta New Shepard eldflaug á loft. Verkefnið er á vegum NASA og felur í sér ýmsar tilraunir þar sem nokkuð er um rannsóknarbúnað um borð í eldflauginni. Finna má upplýsingar um þær tilraunir hér á vef Blue Origin.Ekki er vitað með vissu hvort til standi að reyna að lenda eldflauginni en Blue Origin hefur verið að þróa slíka tækni, eins og SpaceX.Tomorrow is the 4th mission for this launch vehicle and the 10th mission overall for the #NewShepard program #NS10#LaunchLandRepeatpic.twitter.com/xvAjtT53FM — Blue Origin (@blueorigin) December 17, 2018 Rúmum tveimur tímum eftir geimskot Blue Origin ætla starfsmenn franska fyrirtækisins Arianespace að skjóta gervihnetti á braut um jörðu frá Frönsku Gíneu. Notast verður við rússneska Soyuz eldflaug. Fyrirtækið ULA, sem er í eigu Boeing og Lockheed Martin, mun svo skjóta Delta Heavy eldflaug á loft frá Kaliforníu klukkan 01:57 aðfaranótt miðvikudags.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira