Vill banna bílaumferð í miðborg Parísar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2018 13:52 Anne Hidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Getty/Bloomberg Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030. Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030.
Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48
Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent