Trump stendur við tollana Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 20:37 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó fái tímabundna undanþágu á meðan fríverslunarsamningur Norður-Ameríku, NAFTA, sé endurskoðaður. Þá gaf forsetinn í skyn að Ástralía og „önnur ríki“ gætu einnig fengið undanþágu.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu tollarnir taka gildi eftir um fimmtán daga. Um er að ræða 25 prósenta toll á innflutt stál og tíu prósenta toll á ál. Þá áskilur Trump sér réttar til þess að hækka eða lækka tollinn frá einstökum ríkjum. Hann sagðist vilja sanngirni í alþjóðaviðskiptum Bandaríkjanna og sagði sömuleiðis að bæði vinir þeirra og óvinir væru mjög ósanngjarnir.„Við verðum mjög sanngjarnir, við verðum mjög sveigjanlegir en við ætlum að vernda hagsmuni vinnandi fólks í Bandaríkjunum eins og ég sagðist ætla að gera í kosningabaráttunni,“ sagði Trump.Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ekki tekið vel í hugmyndir Trump um tolla. 107 þingmenn fulltrúadeildarinnar sendu Trump bréf á dögunum og báðu hann um að hætta við. Þá hefur þingmaðurinn Jeff Flake, sem er Repúblikani, tilkynnt að hann ætli að leggja fram lagafrumvarp sem ætlað er að fella niður tolla Trump. Paul Ryan leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir andstöðu við tollana. Helsti efnahagsráðgjafi Trump, Gary Cohn, hefur sagt af sér vegna andstöðu sinni við tollana. Þá hafa nokkur stór ríki og Evrópusambandið sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin hótað því að svara fyrir sig með tollum á útflutning Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa varað við mögulegu viðskiptastríði.Tilkynning Trump í heild sinni LIVE: President Trump to sign orders on steel and aluminum tariffs. https://t.co/8oSBc05WUd— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Trump skrifar undir JUST IN: President Trump signs orders for 25% tariffs on steel and 10% tariffs on aluminum. pic.twitter.com/zEp77yqMdF— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó fái tímabundna undanþágu á meðan fríverslunarsamningur Norður-Ameríku, NAFTA, sé endurskoðaður. Þá gaf forsetinn í skyn að Ástralía og „önnur ríki“ gætu einnig fengið undanþágu.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu tollarnir taka gildi eftir um fimmtán daga. Um er að ræða 25 prósenta toll á innflutt stál og tíu prósenta toll á ál. Þá áskilur Trump sér réttar til þess að hækka eða lækka tollinn frá einstökum ríkjum. Hann sagðist vilja sanngirni í alþjóðaviðskiptum Bandaríkjanna og sagði sömuleiðis að bæði vinir þeirra og óvinir væru mjög ósanngjarnir.„Við verðum mjög sanngjarnir, við verðum mjög sveigjanlegir en við ætlum að vernda hagsmuni vinnandi fólks í Bandaríkjunum eins og ég sagðist ætla að gera í kosningabaráttunni,“ sagði Trump.Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ekki tekið vel í hugmyndir Trump um tolla. 107 þingmenn fulltrúadeildarinnar sendu Trump bréf á dögunum og báðu hann um að hætta við. Þá hefur þingmaðurinn Jeff Flake, sem er Repúblikani, tilkynnt að hann ætli að leggja fram lagafrumvarp sem ætlað er að fella niður tolla Trump. Paul Ryan leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir andstöðu við tollana. Helsti efnahagsráðgjafi Trump, Gary Cohn, hefur sagt af sér vegna andstöðu sinni við tollana. Þá hafa nokkur stór ríki og Evrópusambandið sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin hótað því að svara fyrir sig með tollum á útflutning Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa varað við mögulegu viðskiptastríði.Tilkynning Trump í heild sinni LIVE: President Trump to sign orders on steel and aluminum tariffs. https://t.co/8oSBc05WUd— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Trump skrifar undir JUST IN: President Trump signs orders for 25% tariffs on steel and 10% tariffs on aluminum. pic.twitter.com/zEp77yqMdF— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira