Blendnar tilfinningar íbúa í Jerúsalem Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 21:45 Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem segir magnþrungna stemningu í borginni. „Það er alveg hægt að segja að hér séu blendnar tilfinningar á lofti. Það er búin að vera uppbyggjandi spenna undanfarnar vikur. Það má segja að hér í Jerúsalem séu ákveðin fagnaðarlæti á meðal Ísraela og gleði að sendiráðið sé að opna en um leið mjög sorglegar tilfinningar meðal allra annarra sem að styðja baráttu Palestínumanna og sjá átökin sem eru að gerast á Gaza og jafnframt eru búin að vera mótmæli um alla borg í dag. Sem betur fer hafa þau ekki verið eins og á Gaza og við vonum að það fari ekki þannig.“ Lára segir borgina vera í hægagangi í dag og fólk heldur sig heima. „Þeir sem eru ekki að taka þátt í mótmælunum fylgjast með á netinu og í sjónvarpi.“Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem.55 látnir og þúsundir slasaðir Þúsundir Palestínumanna söfnuðust saman í morgun til að mótmæla opnun Bandaríska sendiráðsins í jerúsalem í dag. Palestínumenn telja opnun sendiráðsins vera viðurkenningu á yfirráðum Ísraelsmanna yfir borginni en bæði ríkin gera tilkall til borgarinnar sem höfuðborg. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan eitt að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Þá var fjármálaráðherrann Steve Mnuchin viðstaddur auk Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þá gesti á myndbandi. „Ísrael er fullvalda ríki, sem líkt og önnur fullvalda ríki, hefur rétt á að velja sér sína eigin höfuðborg. Eins og ég sagði í desember sl. er æðsta von okkar sú að friður ríki. Bandaríkin eru staðráðin í að greiða fyrir gerð friðarsamnings til framtíðar,“ sagði Trump meðal annars. Friður er ekki það fyrsta sem upp kemur í hugann þegar fréttamyndi birtast frá landamærum Ísraels og Gaza. Fólk úr hópi mótmælenda hentu grjóti og bensínsprengjum í átt að hermönnums sem svöruðu mað árásum leyniskytta. 55 eru látnir og um 2400 hafa slasast en að sögn Palestínskra yfirvalda en börn eru á meðal fallinna. Suður-Afríka hefur látið flytja sendiherra sinn vegna árásanna á mótmælendur í dag. Þetta eru ein af mörgum mótmælum á undanförnum vikum en mótmælin í dag eru þau allra mannskæðustu. Mótmælin marka 70 ár frá því sem Palestínumenn kalla Nakba eða hörmungarnar eb árið 1948 flúðu hundruðir þúsunda Palestínumanna heimili sín eftir stofnun Ísraelsríkis. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem segir magnþrungna stemningu í borginni. „Það er alveg hægt að segja að hér séu blendnar tilfinningar á lofti. Það er búin að vera uppbyggjandi spenna undanfarnar vikur. Það má segja að hér í Jerúsalem séu ákveðin fagnaðarlæti á meðal Ísraela og gleði að sendiráðið sé að opna en um leið mjög sorglegar tilfinningar meðal allra annarra sem að styðja baráttu Palestínumanna og sjá átökin sem eru að gerast á Gaza og jafnframt eru búin að vera mótmæli um alla borg í dag. Sem betur fer hafa þau ekki verið eins og á Gaza og við vonum að það fari ekki þannig.“ Lára segir borgina vera í hægagangi í dag og fólk heldur sig heima. „Þeir sem eru ekki að taka þátt í mótmælunum fylgjast með á netinu og í sjónvarpi.“Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem.55 látnir og þúsundir slasaðir Þúsundir Palestínumanna söfnuðust saman í morgun til að mótmæla opnun Bandaríska sendiráðsins í jerúsalem í dag. Palestínumenn telja opnun sendiráðsins vera viðurkenningu á yfirráðum Ísraelsmanna yfir borginni en bæði ríkin gera tilkall til borgarinnar sem höfuðborg. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan eitt að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Þá var fjármálaráðherrann Steve Mnuchin viðstaddur auk Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þá gesti á myndbandi. „Ísrael er fullvalda ríki, sem líkt og önnur fullvalda ríki, hefur rétt á að velja sér sína eigin höfuðborg. Eins og ég sagði í desember sl. er æðsta von okkar sú að friður ríki. Bandaríkin eru staðráðin í að greiða fyrir gerð friðarsamnings til framtíðar,“ sagði Trump meðal annars. Friður er ekki það fyrsta sem upp kemur í hugann þegar fréttamyndi birtast frá landamærum Ísraels og Gaza. Fólk úr hópi mótmælenda hentu grjóti og bensínsprengjum í átt að hermönnums sem svöruðu mað árásum leyniskytta. 55 eru látnir og um 2400 hafa slasast en að sögn Palestínskra yfirvalda en börn eru á meðal fallinna. Suður-Afríka hefur látið flytja sendiherra sinn vegna árásanna á mótmælendur í dag. Þetta eru ein af mörgum mótmælum á undanförnum vikum en mótmælin í dag eru þau allra mannskæðustu. Mótmælin marka 70 ár frá því sem Palestínumenn kalla Nakba eða hörmungarnar eb árið 1948 flúðu hundruðir þúsunda Palestínumanna heimili sín eftir stofnun Ísraelsríkis.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33