Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 06:22 John Bolton hefur talaði opinskátt um áhuga sinn á því að ráðast inn í Íran. Vísir/Getty Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54