31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 10:56 Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Vísir/AP 31 lét lífið í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan. Þá eru aðrir 30 særðir, sumir alvarlega, og óttast er að tala látinna muni hækka. Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fimm lögregluþjónar og tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengjuárásin átti sér stað fyrir utan kjörstað í útjaðri Quetta, höfuðborg Balochistan, fátækasta héraði í Pakistan. Hashim Ghilzai, embættismaður í Quetta, segir í samtali við Sky news, að árásarmaðurinn hafi í fyrstu reynt að komast inn á kjörstað en þegar lögreglan hamlaði för hans hafi hann sprengt sig í loft upp. Fréttaritari Sky news í Pakistan, Alistair Bunkall, segir að árásin sé tilraun til að trufla þingkosningarnar í landinu sem nú einkennast af hálfgerðu upplausnarástandi. „Þetta hefur verið blóðug kosningabarátta,“ segir Bunkall. Sprengjuárásin hafi verið í það minnsta sú þriðja í landinu síðan kosningabaráttan hófst. Öryggisgæsla hefur verið hert á kjörstöðum en um hálf milljón lögreglumanna hafa verið ræstir út til að gæta að öryggi kjósenda.Fyrrverandi Krikketstjarnan og forsætisráðherraefni PTI-réttlætisflokksins, Imram Khan, hefur tjáð sig um árásina.vísir/APÞað sem hægt er að lesa úr skoðanakönnunum síðastliðinna vikna er að mjótt er á mununum. Tvær fylkingar etja helst kappi, annars vegar PTI- réttlætisflokkurinn með Imran Khan, krikketstjörnu, í broddi fylkingar og hins vegar PML-N flokkurinn sem Shabahz Sharif fer fyrir. Hann er bróðir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, sem nú situr í fangelsi fyrir spillingu. Khan hefur brugðist við sprengjuárásinni. Á Twitter sagði hann að hann sé miður sín yfir árásinni og að saklausir borgarar hefðu látið lífið í dag. Óvinir Pakistan séu að reyna að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli. Það sé ekki í boði að gefast upp gegn hryðjuverkamönnum og því hvatti hann borgara til að fylkja liði á kjörstaði. Kjörstaðir loka klukkan 18.00 í dag að staðartíma. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
31 lét lífið í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan. Þá eru aðrir 30 særðir, sumir alvarlega, og óttast er að tala látinna muni hækka. Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fimm lögregluþjónar og tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengjuárásin átti sér stað fyrir utan kjörstað í útjaðri Quetta, höfuðborg Balochistan, fátækasta héraði í Pakistan. Hashim Ghilzai, embættismaður í Quetta, segir í samtali við Sky news, að árásarmaðurinn hafi í fyrstu reynt að komast inn á kjörstað en þegar lögreglan hamlaði för hans hafi hann sprengt sig í loft upp. Fréttaritari Sky news í Pakistan, Alistair Bunkall, segir að árásin sé tilraun til að trufla þingkosningarnar í landinu sem nú einkennast af hálfgerðu upplausnarástandi. „Þetta hefur verið blóðug kosningabarátta,“ segir Bunkall. Sprengjuárásin hafi verið í það minnsta sú þriðja í landinu síðan kosningabaráttan hófst. Öryggisgæsla hefur verið hert á kjörstöðum en um hálf milljón lögreglumanna hafa verið ræstir út til að gæta að öryggi kjósenda.Fyrrverandi Krikketstjarnan og forsætisráðherraefni PTI-réttlætisflokksins, Imram Khan, hefur tjáð sig um árásina.vísir/APÞað sem hægt er að lesa úr skoðanakönnunum síðastliðinna vikna er að mjótt er á mununum. Tvær fylkingar etja helst kappi, annars vegar PTI- réttlætisflokkurinn með Imran Khan, krikketstjörnu, í broddi fylkingar og hins vegar PML-N flokkurinn sem Shabahz Sharif fer fyrir. Hann er bróðir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, sem nú situr í fangelsi fyrir spillingu. Khan hefur brugðist við sprengjuárásinni. Á Twitter sagði hann að hann sé miður sín yfir árásinni og að saklausir borgarar hefðu látið lífið í dag. Óvinir Pakistan séu að reyna að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli. Það sé ekki í boði að gefast upp gegn hryðjuverkamönnum og því hvatti hann borgara til að fylkja liði á kjörstaði. Kjörstaðir loka klukkan 18.00 í dag að staðartíma.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira