Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 15:03 El Shafee Elsheikh (til hægri) og Alexanda Kotey (til vinstri). Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en þær voru teknar eftir að þeir voru handsamaðir í janúar. Vísir/AFP Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45
Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55