Foreldrar Seth Rich höfða mál gegn Fox Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 12:26 Mary og Joel Rich, foreldrar Seth Rich. Vísir/Getty Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira