Foreldrar Seth Rich höfða mál gegn Fox Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 12:26 Mary og Joel Rich, foreldrar Seth Rich. Vísir/Getty Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira
Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira