Er þegar búin að segja nei við nokkur félög Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2018 12:30 Það var létt yfir Fanndísi á landsliðsæfingu í gær enda komin á kunnuglegar slóðir á Kópavogsvelli í æfingatreyju íslenska landsliðsins. Fréttablaðið/eyþór „Þetta er hreint út sagt dásamlegt, ég kann mjög vel við mig hérna á Blikavellinum og í bláa búningnum svo ég get ekki kvartað,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, fyrir æfingu í gær en fram undan er leikur gegn Slóveníu á mánudaginn í undankeppni HM 2019. Ísland er í lykilstöðu og getur náð toppsæti riðilsins á ný þegar tvær umferðir eru eftir með sigri. „Við vitum hvað við erum að fara út í þó að þær séu svolítið óútreiknanlegar. Þú veist ekki hvaða lið kemur út á völlinn því þær geta gert stórfurðulega hluti og frábæra hluti. Þegar leikið er gegn lakari andstæðingum er það oft þolinmæðisvinna að brjóta ísinn en um leið og fyrsta markið kemur færist ró yfir hlutina.“ Heimsmeistaramótið 2019 fer fram í Frakklandi en Fanndís hefur verið í atvinnumennsku hjá Marseille undanfarið ár. Lítið gekk innan vallar og féll Marseille úr efstu deild á dögunum. Hún ætlar að skoða sín mál eftir landsleikjahléið. „Ég tók þá ákvörðun að koma heim og klára þennan landsleik og skoða þetta bara eftir hann. Ég kláraði síðasta leikinn minn úti í síðustu viku og þá tók við að pakka og koma mér heim en ég ákvað að ég myndi ekki taka ákvörðun strax,“ sagði Fanndís sem hefur fengið tilboð. „Það eru nokkur félög búin að hafa samband en ég er þegar búin að neita nokkrum félögum. Ég sest almennilega yfir þetta í næstu viku.“ Hún viðurkenndi að dvölin í Frakklandi hefði reynst töluvert erfiðari en hún bjóst við. „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og öðruvísi en væntingar mínar voru en það voru hlutir sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ég nennti ekki að setja mig að fullu inn í þetta en það var eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í liðinu og liðsheildin stórfurðuleg. Það gekk á ýmsu og það er eiginlega gott að þetta er búið.“ Þrátt fyrir það er hún ánægð með reynsluna. „Ég fór út síðasta haust til að prófa eitthvað nýtt, ég vildi komast út úr þægindarammanum á Kópavogsvelli og þetta var það sem var mest spennandi á borði. Þetta leit hrikalega vel út á blaði og það var frábært að búa þarna þó að fótboltinn hefði mátt ganga betur.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Þetta er hreint út sagt dásamlegt, ég kann mjög vel við mig hérna á Blikavellinum og í bláa búningnum svo ég get ekki kvartað,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, fyrir æfingu í gær en fram undan er leikur gegn Slóveníu á mánudaginn í undankeppni HM 2019. Ísland er í lykilstöðu og getur náð toppsæti riðilsins á ný þegar tvær umferðir eru eftir með sigri. „Við vitum hvað við erum að fara út í þó að þær séu svolítið óútreiknanlegar. Þú veist ekki hvaða lið kemur út á völlinn því þær geta gert stórfurðulega hluti og frábæra hluti. Þegar leikið er gegn lakari andstæðingum er það oft þolinmæðisvinna að brjóta ísinn en um leið og fyrsta markið kemur færist ró yfir hlutina.“ Heimsmeistaramótið 2019 fer fram í Frakklandi en Fanndís hefur verið í atvinnumennsku hjá Marseille undanfarið ár. Lítið gekk innan vallar og féll Marseille úr efstu deild á dögunum. Hún ætlar að skoða sín mál eftir landsleikjahléið. „Ég tók þá ákvörðun að koma heim og klára þennan landsleik og skoða þetta bara eftir hann. Ég kláraði síðasta leikinn minn úti í síðustu viku og þá tók við að pakka og koma mér heim en ég ákvað að ég myndi ekki taka ákvörðun strax,“ sagði Fanndís sem hefur fengið tilboð. „Það eru nokkur félög búin að hafa samband en ég er þegar búin að neita nokkrum félögum. Ég sest almennilega yfir þetta í næstu viku.“ Hún viðurkenndi að dvölin í Frakklandi hefði reynst töluvert erfiðari en hún bjóst við. „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og öðruvísi en væntingar mínar voru en það voru hlutir sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ég nennti ekki að setja mig að fullu inn í þetta en það var eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í liðinu og liðsheildin stórfurðuleg. Það gekk á ýmsu og það er eiginlega gott að þetta er búið.“ Þrátt fyrir það er hún ánægð með reynsluna. „Ég fór út síðasta haust til að prófa eitthvað nýtt, ég vildi komast út úr þægindarammanum á Kópavogsvelli og þetta var það sem var mest spennandi á borði. Þetta leit hrikalega vel út á blaði og það var frábært að búa þarna þó að fótboltinn hefði mátt ganga betur.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn