Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júní 2018 08:29 Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa verið stirð undanfarna mánuði. Vísir/afp Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. Erindrekarnir, sem höfðu haft aðsetur í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína, höfðu tilkynnt yfirboðurum sínum að þeir heyrðu undarleg hljóð á starfsstöð sinni. Greint var frá því undir lok síðasta árs, til dæmis á Vísi, að 24 starfsmenn bandarískra sendiráðsins á Kúbu hafi veikst með dularfullum hætti. Þegar nánar var að gáð hafði fólkið hlotið áverka á heila eftir það sem virðist vera einhvers konar hljóðvopn. Vitni lýsa hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu á Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsSíðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Kínversku tilfellin koma fram á mjög eldfimum tímapunkti í samskiptum ríkjanna. Ásakanir hafa gengið á milli Peking og Washington og óttast greinendur að allsherjar viðskiptastríð kunni að skella á milli stórveldanna, með tilheyrandi áhrifum á efnahagsmál heimsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði starfsfólk sitt við í síðasta mánuði eftir að fregnir tóku að berast af veikindum erindrekanna í Kína. Í tilkynningu sagðist ráðuneytið taka ábendingunum alvarlega en að ekki lægi fyrir hvað byggi að baki þeim. Engu að síður var starfsfólk ráðuneytisins hvatt til að koma sér í skjól ef það yrði vart við hljóðræn óþægindi. Utanríkisráðuneytið hefur sent rannsóknarnefnd á vettvang sem komast á til botns í því hvort að um sé að ræða sambærilegt mál og kom upp á Kúbu. Stjórnvöld í Havana hafa þvertekið fyrir það að hafa komið nálægt hinum meintu hljóðárásum. Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. Erindrekarnir, sem höfðu haft aðsetur í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína, höfðu tilkynnt yfirboðurum sínum að þeir heyrðu undarleg hljóð á starfsstöð sinni. Greint var frá því undir lok síðasta árs, til dæmis á Vísi, að 24 starfsmenn bandarískra sendiráðsins á Kúbu hafi veikst með dularfullum hætti. Þegar nánar var að gáð hafði fólkið hlotið áverka á heila eftir það sem virðist vera einhvers konar hljóðvopn. Vitni lýsa hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu á Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsSíðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Kínversku tilfellin koma fram á mjög eldfimum tímapunkti í samskiptum ríkjanna. Ásakanir hafa gengið á milli Peking og Washington og óttast greinendur að allsherjar viðskiptastríð kunni að skella á milli stórveldanna, með tilheyrandi áhrifum á efnahagsmál heimsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði starfsfólk sitt við í síðasta mánuði eftir að fregnir tóku að berast af veikindum erindrekanna í Kína. Í tilkynningu sagðist ráðuneytið taka ábendingunum alvarlega en að ekki lægi fyrir hvað byggi að baki þeim. Engu að síður var starfsfólk ráðuneytisins hvatt til að koma sér í skjól ef það yrði vart við hljóðræn óþægindi. Utanríkisráðuneytið hefur sent rannsóknarnefnd á vettvang sem komast á til botns í því hvort að um sé að ræða sambærilegt mál og kom upp á Kúbu. Stjórnvöld í Havana hafa þvertekið fyrir það að hafa komið nálægt hinum meintu hljóðárásum.
Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01
Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27