Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopns Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2017 22:48 Sendiráð Bandaríkjanna í Havana. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að loka sendiráði sínu í Kúbu eftir að starfsfólk þar hefur tilkynnt ýmis heilsuvandræði. Umrædd vandræði hafa verið rakin til dularfulls hljóðvopns. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði. Þeir sem hafa orðið fyrir „hljóðvopninu“ segjast meðal annars hafa heyrt mikið hljóð eða jafnvel fundið fyrir titringi. Einhverjir urðu þó ekki varir við neitt.Margir hafa orðið fyrir áhrifum Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki.Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra.Sérfræðingar skilja ekki neittGuardian sagði frá því í síðustu viku að vitni lýsi hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Síðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Rannsakendur segjast engu nær um hvernig þetta fólk hafi orðið fyrir. Hljóðárásirnar svokölluðu munu hafa gerst á heimilum fólks og á minnst einu hóteli í Havana. Ef um einhvers konar vopn væri að ræða segja sérfræðingar að það væri gífurlega stórt og erfitt væri að miða því af eins mikilli nákvæmni og vitni hafa lýst. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að loka sendiráði sínu í Kúbu eftir að starfsfólk þar hefur tilkynnt ýmis heilsuvandræði. Umrædd vandræði hafa verið rakin til dularfulls hljóðvopns. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði. Þeir sem hafa orðið fyrir „hljóðvopninu“ segjast meðal annars hafa heyrt mikið hljóð eða jafnvel fundið fyrir titringi. Einhverjir urðu þó ekki varir við neitt.Margir hafa orðið fyrir áhrifum Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki.Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra.Sérfræðingar skilja ekki neittGuardian sagði frá því í síðustu viku að vitni lýsi hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Síðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Rannsakendur segjast engu nær um hvernig þetta fólk hafi orðið fyrir. Hljóðárásirnar svokölluðu munu hafa gerst á heimilum fólks og á minnst einu hóteli í Havana. Ef um einhvers konar vopn væri að ræða segja sérfræðingar að það væri gífurlega stórt og erfitt væri að miða því af eins mikilli nákvæmni og vitni hafa lýst.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira