Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Hulda Hólmkelsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. júní 2018 08:34 Melania Trump fór í nýrnaaðgerð í síðasta mánuði. Vísir/getty Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, mun hvorki fylgja eiginmanni sínum Donald Trump á fund leiðtoga G-7 ríkjanna í vikunni né á fyrirhugaðan leiðtogafund Trump og Kim Jong Un, leiðtoga norður Kóreu. Melania var viðstödd fund G7 ríkjanna á Ítalíu á síðasta ári og fór vel á með henni og öðrum mökum leiðtoganna. Hún mun ekki sækja fundinn heim í ár sem fer fram í Quebeq í Kanada í vikunni. Melania hefur ekki sést á almannafæri frá 10. maí þegar forsetahjónin tóku á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið fangar í Norður Kóreu. Mörgum þykir fjarvera Melaniu einkennileg en forsetafrúr Bandaríkjanna eru ekki síður opinberar persónur en eiginmenn þeirra.Sögusagnir um hugsanlegar lýtaaðgerðir eða mögulegan flutning hennar til New York voru orðnar áberandi á samfélagsmiðlum. Melania fór í nýrnaaðgerð um miðjan maí en var aðgerðin sögð minniháttar. Melania Trump ásamt eiginmanni sínum þann 10. maí síðastliðinn á lóð Hvíta hússinns. Hún hefur ekki sést opinberlega síðan.Vísir/GettyÍ síðustu viku voru áhyggjur af líðan forsetafrúnar og vangaveltur um ástæðurnar fyrir fjarverunni orðnar svo háværar að hún fann sig knúna að tilkynna það á opinberum Twitter reikning sínum að hún væri við hestaheilsu og að hún væri í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni. I see the media is working overtime speculating where I am & what I'm doing. Rest assured, I'm here at the @WhiteHouse w my family, feeling great, & working hard on behalf of children & the American people! — Melania Trump (@FLOTUS) May 30, 2018 Um helgina var forsetinn í Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, með börnum sínum Donald Trump Jr, Tiffany Trump, Ivönku Trump og tengdasyninum Jared Kushner. Melania var ekki með þeim samkvæmt frétt BBC.Í gær tilkynnti talskona hennar svo að hún muni ekki fylgja forsetanum á fund G-7 ríkjanna og að ekki standi til að hún fylgi honum til Singapúr seinna í mánuðinum. Í kvöld munu forsetahjónin þó halda móttökuveislu fyrir fjölskyldur fallinna hermanna, en viðburðurinn verður ekki opinn fjölmiðlum. Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00 Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53 Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, mun hvorki fylgja eiginmanni sínum Donald Trump á fund leiðtoga G-7 ríkjanna í vikunni né á fyrirhugaðan leiðtogafund Trump og Kim Jong Un, leiðtoga norður Kóreu. Melania var viðstödd fund G7 ríkjanna á Ítalíu á síðasta ári og fór vel á með henni og öðrum mökum leiðtoganna. Hún mun ekki sækja fundinn heim í ár sem fer fram í Quebeq í Kanada í vikunni. Melania hefur ekki sést á almannafæri frá 10. maí þegar forsetahjónin tóku á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið fangar í Norður Kóreu. Mörgum þykir fjarvera Melaniu einkennileg en forsetafrúr Bandaríkjanna eru ekki síður opinberar persónur en eiginmenn þeirra.Sögusagnir um hugsanlegar lýtaaðgerðir eða mögulegan flutning hennar til New York voru orðnar áberandi á samfélagsmiðlum. Melania fór í nýrnaaðgerð um miðjan maí en var aðgerðin sögð minniháttar. Melania Trump ásamt eiginmanni sínum þann 10. maí síðastliðinn á lóð Hvíta hússinns. Hún hefur ekki sést opinberlega síðan.Vísir/GettyÍ síðustu viku voru áhyggjur af líðan forsetafrúnar og vangaveltur um ástæðurnar fyrir fjarverunni orðnar svo háværar að hún fann sig knúna að tilkynna það á opinberum Twitter reikning sínum að hún væri við hestaheilsu og að hún væri í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni. I see the media is working overtime speculating where I am & what I'm doing. Rest assured, I'm here at the @WhiteHouse w my family, feeling great, & working hard on behalf of children & the American people! — Melania Trump (@FLOTUS) May 30, 2018 Um helgina var forsetinn í Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, með börnum sínum Donald Trump Jr, Tiffany Trump, Ivönku Trump og tengdasyninum Jared Kushner. Melania var ekki með þeim samkvæmt frétt BBC.Í gær tilkynnti talskona hennar svo að hún muni ekki fylgja forsetanum á fund G-7 ríkjanna og að ekki standi til að hún fylgi honum til Singapúr seinna í mánuðinum. Í kvöld munu forsetahjónin þó halda móttökuveislu fyrir fjölskyldur fallinna hermanna, en viðburðurinn verður ekki opinn fjölmiðlum.
Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00 Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53 Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00
Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53
Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35