Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna hefur verið lögð inn á sjúkrahús. Hún fór þar í nýrnaaðgerð fyrr í dag og mun dvelja í nokkra daga á Walter Reed National Military Medical Center. Samkvæmt frétt BBC yfirgaf Donald Trump forseti ekki Hvíta húsið á meðan aðgerð eiginkonunnar stóð.
Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu gekk aðgerðin vel. Stephanie Grisham talskona hennar sagði að þetta hafi verið „góðkynja“ vandamál.
„Forsetafrúin hlakkar til að ná fullum bata svo hún geti haldið áfram störfum sínum fyrir börn alls staðar,“ sagði meðal annars í tilkynningunni.
Melania Trump lögð inn á sjúkrahús

Tengdar fréttir

Melania aftur sökuð um ritstuld
Bæklingur, sem er hluti af nýrri herferð Melaniu Trump um öryggi barna á netinu, þykir grunsamlega líkur bæklingi sem gefinn var út í stjórnartíð Baracks Obama.

„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“
Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

„Rassa-trúðurinn“ Kimmel deilir við „rassa-sirkusinn“ Sean Hannity
Þáttastjórnendurnir hafa verið að senda hvorum öðrum tóninn síðustu daga.