Erlent

Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Forsetafrúin var flutt á sjúkrahús síðdegis í gær
Forsetafrúin var flutt á sjúkrahús síðdegis í gær vísir/afp
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð.

Forsetafrúin mun verja um viku á Walter Reed hersjúkrahúsinu í Maryland á meðan hún jafnar sig. Henni heilsast að sögn vel eftir aðgerðina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.