Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur samkvæmt frétt Reuters snúið aftur í Hvíta húsið.
Forsetafrúin hefur undanfarna viku dvalið á Walter Reed sjúkrahúsinu í Washington. Þar fór hún í vel heppnaða aðgerð vegna nýrnavandamáls. Aðgerðin fór fram á mánudag og hefur hún legið inni til hvíldar síðan.
Talskona forsetafrúarinnar, Stephanie Grisham, segir að líðan hennar sé góð og þakkar öllum þeim sem óskuðu forsetafrúnni vel.
Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi

Tengdar fréttir

Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð.

Melania Trump lögð inn á sjúkrahús
Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag.