Fá að rannsaka Douma Stefán Ó. Jónsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 17. apríl 2018 05:05 Íbúi í Douma skolaður með vatni eftir það sem er talið hafa verið efnavopnaárás þar 7. apríl. VÍSIR/AFP Rannsakendur Stofnunarinnar um bann við efnavopnum (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. Þar er talið að framin hafi verið efnavopnaárás fyrir um 10 dögum en sýrlensk stjórnvöld og bandamenn þeirra, Rússar, hafa til þessa meinað fulltrúum alþjóðasamfélagsins að rannsaka svæðið. Þannig hafa fulltrúar OPCW verið í Sýrlandi frá því á laugardag, sama dag og Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn gerðu loftárás á þrjú skotmörk í Sýrlandi. Var það að sögn gert til að lama efnavopnaframleiðslu sýrlenska stjórnarhersins svo að hann gæti ekki aftur notað sarín- og klórgasi gegn þegnum sínum. Sýrlendingar og Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa haft nokkra aðkomu að árásinni. Þeir síðarnefndu hafa raunar verið margsaga um málið en ákváðu að lokum að halda sig við þá kenningu að árásin hafi aldrei átt sér stað. Rússar hafa jafnframt ítrekað sagt að þeir hafi ekki átt við vettvang hinnar meintu efnavopnaárásar. Þrátt fyrir það hafa Rússar til þessa verið nokkuð harðir á þeirri afstöðu sinni að hleypa ekki alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar. Þá hafa þeir einnig farið fram á að þeir komi að rannsókn á árásinni. Rússar virðast þó hafa skipt um skoðun í nótt og sjá því ekkert til fyrirstöðu lengur að hleypa rannsakendum inn í Douma. Bandaríkjamenn eru þó ekki jafn sannfærðir og segja að Rússar hafi haft nægan tíma til að eiga við sönnunargögn ef efnavopaárás var raunverulega gerð í borginni.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af vettvangi árásarinnar Ríkismiðlar Sýrlands greindu jafnframt frá því í morgun að eldflaugavarnakerfi landsins hafi þurft að bregðast við loftskeytaárás nú í morgunsárið, skammt frá borginni Homs í vesturhluta landsins. Talið er á þessari stundu að árásin hafi beinst að herflugvellinum við Shayrat. Hver stendur hins vegar á bakvið árásina er ekki vitað. Hezbollah, sem eru hliðholl Írönum, sendu jafnframt frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagði að þrjú loftskeyti hafi verið skotin niður norðaustan af höfuðborginni Damaskus. Ætlað er að þeim hafi einnig verið beint að flugvelli en ekki vitað hver skaut þeim. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við Reuters í nótt að Bandaríkjaher væri ekki að störfum á þessum svæðum.Douma hefur verið í eldlínu heimsmálanna síðustu daga.Vísir/AFPDeilt um tálmanir á rannsókn Rússar voru í gær sakaðir um að hafa mögulega hróflað við vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi. Þeir neituðu því alfarið. Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) fundaði í Haag í gær. Fundurinn var lokaður en samkvæmt heimildum Reuters lét Kenneth Ward, fulltrúi Bandaríkjanna, ásakanirnar falla þar. „Okkur skilst að Rússar hafi mögulega heimsótt árásarvettvanginn. Við höfum áhyggjur af því að þeir gætu hafa hróflað við vettvangi í því skyni að tálma rannsókn OPCW,“ sagði Ward. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði ásökunum Wards í gær. „Ég get ábyrgst það að Rússland hefur ekki hróflað við vettvangi.“ Jafnframt sagði hann enn á ný að engum efnavopnum hefði verið beitt í Douma. Rússar hafa áður sagt enga árás hafa átt sér stað, hafa jafnvel sagt að Bandaríkjamenn eða Bretar hafi sviðsett árásina. „Allar þær sannanir sem leiðtogar Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna hafa vísað í byggjast á fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðlum. Þetta átti sér ekki stað. Það sem gerðist var það sviðsetta,“ sagði Lavrov í gær. Ráðherrann sagði undarlegt að loftárásir hefðu verið gerðar daginn áður en rannsakendur áttu að hefja vinnu sína á svæðinu.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.VÍSIR/EPAHin meinta árás hefur sett samskipti Vesturlanda við Rússland í bál og brand. Bandaríkin, Frakkar og Bretar gerðu á laugardag loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, -þróun og -notkun stjórnarhers Bashars al-Assad forseta. Rússar, Sýrlendingar og Íranar fordæmdu síðan árásina. Bandaríkjastjórn sagði 105 eldflaugum hafa verið skotið og að Sýrlendingar hefðu ekki náð að skjóta neina þeirra niður. Rússar sögðu hins vegar að 71 eldflaug hefði verið skotin niður. Skotmörkin voru rannsóknarsvæðið í Barzeh, þar sem Bandaríkjamenn segja þróun og framleiðslu á efnavopnum fara fram, og tvö önnur framleiðslusvæði í Him Shinshar. Vitni á vettvangi í Douma hafa greint frá því að fórnarlömb meintrar árásar hafi lyktað af klór og verið með þykka froðu í munni. Bandaríkjamenn hafa sagt afgerandi sannanir vera fyrir því að klórgasi hafi verið beitt. Möguleiki sé á að saríngasi hafi verið beitt. Rannsókn OPCW á vettvangi var frestað í gær og var ekki hafin þegar þessi frétt var skrifuð. Að sögn sænska fulltrúans á fundinum sögðu Rússar og Sýrlendingar rannsakendum að ekki væri hægt að tryggja öryggi á vettvangi. Breski fulltrúinn sagði það óboðlegt, þörf væri á samstarfi Rússa og Sýrlendinga og að óhindraður aðgangur væri nauðsynlegur. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði af og frá að það væri Rússum að kenna að rannsókn tefðist. OPCW hefur áður komist að því, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, að Assad-liðar hafi oftsinnis beitt efnavopnum undanfarin ár. Meðal annars í fyrra þegar nærri hundrað fórust í saríngasárás á Khan Sheikhoun. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Rannsakendur Stofnunarinnar um bann við efnavopnum (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. Þar er talið að framin hafi verið efnavopnaárás fyrir um 10 dögum en sýrlensk stjórnvöld og bandamenn þeirra, Rússar, hafa til þessa meinað fulltrúum alþjóðasamfélagsins að rannsaka svæðið. Þannig hafa fulltrúar OPCW verið í Sýrlandi frá því á laugardag, sama dag og Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn gerðu loftárás á þrjú skotmörk í Sýrlandi. Var það að sögn gert til að lama efnavopnaframleiðslu sýrlenska stjórnarhersins svo að hann gæti ekki aftur notað sarín- og klórgasi gegn þegnum sínum. Sýrlendingar og Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa haft nokkra aðkomu að árásinni. Þeir síðarnefndu hafa raunar verið margsaga um málið en ákváðu að lokum að halda sig við þá kenningu að árásin hafi aldrei átt sér stað. Rússar hafa jafnframt ítrekað sagt að þeir hafi ekki átt við vettvang hinnar meintu efnavopnaárásar. Þrátt fyrir það hafa Rússar til þessa verið nokkuð harðir á þeirri afstöðu sinni að hleypa ekki alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar. Þá hafa þeir einnig farið fram á að þeir komi að rannsókn á árásinni. Rússar virðast þó hafa skipt um skoðun í nótt og sjá því ekkert til fyrirstöðu lengur að hleypa rannsakendum inn í Douma. Bandaríkjamenn eru þó ekki jafn sannfærðir og segja að Rússar hafi haft nægan tíma til að eiga við sönnunargögn ef efnavopaárás var raunverulega gerð í borginni.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af vettvangi árásarinnar Ríkismiðlar Sýrlands greindu jafnframt frá því í morgun að eldflaugavarnakerfi landsins hafi þurft að bregðast við loftskeytaárás nú í morgunsárið, skammt frá borginni Homs í vesturhluta landsins. Talið er á þessari stundu að árásin hafi beinst að herflugvellinum við Shayrat. Hver stendur hins vegar á bakvið árásina er ekki vitað. Hezbollah, sem eru hliðholl Írönum, sendu jafnframt frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagði að þrjú loftskeyti hafi verið skotin niður norðaustan af höfuðborginni Damaskus. Ætlað er að þeim hafi einnig verið beint að flugvelli en ekki vitað hver skaut þeim. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við Reuters í nótt að Bandaríkjaher væri ekki að störfum á þessum svæðum.Douma hefur verið í eldlínu heimsmálanna síðustu daga.Vísir/AFPDeilt um tálmanir á rannsókn Rússar voru í gær sakaðir um að hafa mögulega hróflað við vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi. Þeir neituðu því alfarið. Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) fundaði í Haag í gær. Fundurinn var lokaður en samkvæmt heimildum Reuters lét Kenneth Ward, fulltrúi Bandaríkjanna, ásakanirnar falla þar. „Okkur skilst að Rússar hafi mögulega heimsótt árásarvettvanginn. Við höfum áhyggjur af því að þeir gætu hafa hróflað við vettvangi í því skyni að tálma rannsókn OPCW,“ sagði Ward. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði ásökunum Wards í gær. „Ég get ábyrgst það að Rússland hefur ekki hróflað við vettvangi.“ Jafnframt sagði hann enn á ný að engum efnavopnum hefði verið beitt í Douma. Rússar hafa áður sagt enga árás hafa átt sér stað, hafa jafnvel sagt að Bandaríkjamenn eða Bretar hafi sviðsett árásina. „Allar þær sannanir sem leiðtogar Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna hafa vísað í byggjast á fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðlum. Þetta átti sér ekki stað. Það sem gerðist var það sviðsetta,“ sagði Lavrov í gær. Ráðherrann sagði undarlegt að loftárásir hefðu verið gerðar daginn áður en rannsakendur áttu að hefja vinnu sína á svæðinu.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.VÍSIR/EPAHin meinta árás hefur sett samskipti Vesturlanda við Rússland í bál og brand. Bandaríkin, Frakkar og Bretar gerðu á laugardag loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, -þróun og -notkun stjórnarhers Bashars al-Assad forseta. Rússar, Sýrlendingar og Íranar fordæmdu síðan árásina. Bandaríkjastjórn sagði 105 eldflaugum hafa verið skotið og að Sýrlendingar hefðu ekki náð að skjóta neina þeirra niður. Rússar sögðu hins vegar að 71 eldflaug hefði verið skotin niður. Skotmörkin voru rannsóknarsvæðið í Barzeh, þar sem Bandaríkjamenn segja þróun og framleiðslu á efnavopnum fara fram, og tvö önnur framleiðslusvæði í Him Shinshar. Vitni á vettvangi í Douma hafa greint frá því að fórnarlömb meintrar árásar hafi lyktað af klór og verið með þykka froðu í munni. Bandaríkjamenn hafa sagt afgerandi sannanir vera fyrir því að klórgasi hafi verið beitt. Möguleiki sé á að saríngasi hafi verið beitt. Rannsókn OPCW á vettvangi var frestað í gær og var ekki hafin þegar þessi frétt var skrifuð. Að sögn sænska fulltrúans á fundinum sögðu Rússar og Sýrlendingar rannsakendum að ekki væri hægt að tryggja öryggi á vettvangi. Breski fulltrúinn sagði það óboðlegt, þörf væri á samstarfi Rússa og Sýrlendinga og að óhindraður aðgangur væri nauðsynlegur. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði af og frá að það væri Rússum að kenna að rannsókn tefðist. OPCW hefur áður komist að því, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, að Assad-liðar hafi oftsinnis beitt efnavopnum undanfarin ár. Meðal annars í fyrra þegar nærri hundrað fórust í saríngasárás á Khan Sheikhoun.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22
Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 16. apríl 2018 11:00