Fá að rannsaka Douma Stefán Ó. Jónsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 17. apríl 2018 05:05 Íbúi í Douma skolaður með vatni eftir það sem er talið hafa verið efnavopnaárás þar 7. apríl. VÍSIR/AFP Rannsakendur Stofnunarinnar um bann við efnavopnum (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. Þar er talið að framin hafi verið efnavopnaárás fyrir um 10 dögum en sýrlensk stjórnvöld og bandamenn þeirra, Rússar, hafa til þessa meinað fulltrúum alþjóðasamfélagsins að rannsaka svæðið. Þannig hafa fulltrúar OPCW verið í Sýrlandi frá því á laugardag, sama dag og Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn gerðu loftárás á þrjú skotmörk í Sýrlandi. Var það að sögn gert til að lama efnavopnaframleiðslu sýrlenska stjórnarhersins svo að hann gæti ekki aftur notað sarín- og klórgasi gegn þegnum sínum. Sýrlendingar og Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa haft nokkra aðkomu að árásinni. Þeir síðarnefndu hafa raunar verið margsaga um málið en ákváðu að lokum að halda sig við þá kenningu að árásin hafi aldrei átt sér stað. Rússar hafa jafnframt ítrekað sagt að þeir hafi ekki átt við vettvang hinnar meintu efnavopnaárásar. Þrátt fyrir það hafa Rússar til þessa verið nokkuð harðir á þeirri afstöðu sinni að hleypa ekki alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar. Þá hafa þeir einnig farið fram á að þeir komi að rannsókn á árásinni. Rússar virðast þó hafa skipt um skoðun í nótt og sjá því ekkert til fyrirstöðu lengur að hleypa rannsakendum inn í Douma. Bandaríkjamenn eru þó ekki jafn sannfærðir og segja að Rússar hafi haft nægan tíma til að eiga við sönnunargögn ef efnavopaárás var raunverulega gerð í borginni.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af vettvangi árásarinnar Ríkismiðlar Sýrlands greindu jafnframt frá því í morgun að eldflaugavarnakerfi landsins hafi þurft að bregðast við loftskeytaárás nú í morgunsárið, skammt frá borginni Homs í vesturhluta landsins. Talið er á þessari stundu að árásin hafi beinst að herflugvellinum við Shayrat. Hver stendur hins vegar á bakvið árásina er ekki vitað. Hezbollah, sem eru hliðholl Írönum, sendu jafnframt frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagði að þrjú loftskeyti hafi verið skotin niður norðaustan af höfuðborginni Damaskus. Ætlað er að þeim hafi einnig verið beint að flugvelli en ekki vitað hver skaut þeim. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við Reuters í nótt að Bandaríkjaher væri ekki að störfum á þessum svæðum.Douma hefur verið í eldlínu heimsmálanna síðustu daga.Vísir/AFPDeilt um tálmanir á rannsókn Rússar voru í gær sakaðir um að hafa mögulega hróflað við vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi. Þeir neituðu því alfarið. Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) fundaði í Haag í gær. Fundurinn var lokaður en samkvæmt heimildum Reuters lét Kenneth Ward, fulltrúi Bandaríkjanna, ásakanirnar falla þar. „Okkur skilst að Rússar hafi mögulega heimsótt árásarvettvanginn. Við höfum áhyggjur af því að þeir gætu hafa hróflað við vettvangi í því skyni að tálma rannsókn OPCW,“ sagði Ward. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði ásökunum Wards í gær. „Ég get ábyrgst það að Rússland hefur ekki hróflað við vettvangi.“ Jafnframt sagði hann enn á ný að engum efnavopnum hefði verið beitt í Douma. Rússar hafa áður sagt enga árás hafa átt sér stað, hafa jafnvel sagt að Bandaríkjamenn eða Bretar hafi sviðsett árásina. „Allar þær sannanir sem leiðtogar Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna hafa vísað í byggjast á fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðlum. Þetta átti sér ekki stað. Það sem gerðist var það sviðsetta,“ sagði Lavrov í gær. Ráðherrann sagði undarlegt að loftárásir hefðu verið gerðar daginn áður en rannsakendur áttu að hefja vinnu sína á svæðinu.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.VÍSIR/EPAHin meinta árás hefur sett samskipti Vesturlanda við Rússland í bál og brand. Bandaríkin, Frakkar og Bretar gerðu á laugardag loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, -þróun og -notkun stjórnarhers Bashars al-Assad forseta. Rússar, Sýrlendingar og Íranar fordæmdu síðan árásina. Bandaríkjastjórn sagði 105 eldflaugum hafa verið skotið og að Sýrlendingar hefðu ekki náð að skjóta neina þeirra niður. Rússar sögðu hins vegar að 71 eldflaug hefði verið skotin niður. Skotmörkin voru rannsóknarsvæðið í Barzeh, þar sem Bandaríkjamenn segja þróun og framleiðslu á efnavopnum fara fram, og tvö önnur framleiðslusvæði í Him Shinshar. Vitni á vettvangi í Douma hafa greint frá því að fórnarlömb meintrar árásar hafi lyktað af klór og verið með þykka froðu í munni. Bandaríkjamenn hafa sagt afgerandi sannanir vera fyrir því að klórgasi hafi verið beitt. Möguleiki sé á að saríngasi hafi verið beitt. Rannsókn OPCW á vettvangi var frestað í gær og var ekki hafin þegar þessi frétt var skrifuð. Að sögn sænska fulltrúans á fundinum sögðu Rússar og Sýrlendingar rannsakendum að ekki væri hægt að tryggja öryggi á vettvangi. Breski fulltrúinn sagði það óboðlegt, þörf væri á samstarfi Rússa og Sýrlendinga og að óhindraður aðgangur væri nauðsynlegur. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði af og frá að það væri Rússum að kenna að rannsókn tefðist. OPCW hefur áður komist að því, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, að Assad-liðar hafi oftsinnis beitt efnavopnum undanfarin ár. Meðal annars í fyrra þegar nærri hundrað fórust í saríngasárás á Khan Sheikhoun. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Rannsakendur Stofnunarinnar um bann við efnavopnum (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. Þar er talið að framin hafi verið efnavopnaárás fyrir um 10 dögum en sýrlensk stjórnvöld og bandamenn þeirra, Rússar, hafa til þessa meinað fulltrúum alþjóðasamfélagsins að rannsaka svæðið. Þannig hafa fulltrúar OPCW verið í Sýrlandi frá því á laugardag, sama dag og Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn gerðu loftárás á þrjú skotmörk í Sýrlandi. Var það að sögn gert til að lama efnavopnaframleiðslu sýrlenska stjórnarhersins svo að hann gæti ekki aftur notað sarín- og klórgasi gegn þegnum sínum. Sýrlendingar og Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa haft nokkra aðkomu að árásinni. Þeir síðarnefndu hafa raunar verið margsaga um málið en ákváðu að lokum að halda sig við þá kenningu að árásin hafi aldrei átt sér stað. Rússar hafa jafnframt ítrekað sagt að þeir hafi ekki átt við vettvang hinnar meintu efnavopnaárásar. Þrátt fyrir það hafa Rússar til þessa verið nokkuð harðir á þeirri afstöðu sinni að hleypa ekki alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar. Þá hafa þeir einnig farið fram á að þeir komi að rannsókn á árásinni. Rússar virðast þó hafa skipt um skoðun í nótt og sjá því ekkert til fyrirstöðu lengur að hleypa rannsakendum inn í Douma. Bandaríkjamenn eru þó ekki jafn sannfærðir og segja að Rússar hafi haft nægan tíma til að eiga við sönnunargögn ef efnavopaárás var raunverulega gerð í borginni.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af vettvangi árásarinnar Ríkismiðlar Sýrlands greindu jafnframt frá því í morgun að eldflaugavarnakerfi landsins hafi þurft að bregðast við loftskeytaárás nú í morgunsárið, skammt frá borginni Homs í vesturhluta landsins. Talið er á þessari stundu að árásin hafi beinst að herflugvellinum við Shayrat. Hver stendur hins vegar á bakvið árásina er ekki vitað. Hezbollah, sem eru hliðholl Írönum, sendu jafnframt frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagði að þrjú loftskeyti hafi verið skotin niður norðaustan af höfuðborginni Damaskus. Ætlað er að þeim hafi einnig verið beint að flugvelli en ekki vitað hver skaut þeim. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við Reuters í nótt að Bandaríkjaher væri ekki að störfum á þessum svæðum.Douma hefur verið í eldlínu heimsmálanna síðustu daga.Vísir/AFPDeilt um tálmanir á rannsókn Rússar voru í gær sakaðir um að hafa mögulega hróflað við vettvangi meintrar efnavopnaárásar í Douma í Sýrlandi. Þeir neituðu því alfarið. Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) fundaði í Haag í gær. Fundurinn var lokaður en samkvæmt heimildum Reuters lét Kenneth Ward, fulltrúi Bandaríkjanna, ásakanirnar falla þar. „Okkur skilst að Rússar hafi mögulega heimsótt árásarvettvanginn. Við höfum áhyggjur af því að þeir gætu hafa hróflað við vettvangi í því skyni að tálma rannsókn OPCW,“ sagði Ward. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði ásökunum Wards í gær. „Ég get ábyrgst það að Rússland hefur ekki hróflað við vettvangi.“ Jafnframt sagði hann enn á ný að engum efnavopnum hefði verið beitt í Douma. Rússar hafa áður sagt enga árás hafa átt sér stað, hafa jafnvel sagt að Bandaríkjamenn eða Bretar hafi sviðsett árásina. „Allar þær sannanir sem leiðtogar Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna hafa vísað í byggjast á fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðlum. Þetta átti sér ekki stað. Það sem gerðist var það sviðsetta,“ sagði Lavrov í gær. Ráðherrann sagði undarlegt að loftárásir hefðu verið gerðar daginn áður en rannsakendur áttu að hefja vinnu sína á svæðinu.Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.VÍSIR/EPAHin meinta árás hefur sett samskipti Vesturlanda við Rússland í bál og brand. Bandaríkin, Frakkar og Bretar gerðu á laugardag loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, -þróun og -notkun stjórnarhers Bashars al-Assad forseta. Rússar, Sýrlendingar og Íranar fordæmdu síðan árásina. Bandaríkjastjórn sagði 105 eldflaugum hafa verið skotið og að Sýrlendingar hefðu ekki náð að skjóta neina þeirra niður. Rússar sögðu hins vegar að 71 eldflaug hefði verið skotin niður. Skotmörkin voru rannsóknarsvæðið í Barzeh, þar sem Bandaríkjamenn segja þróun og framleiðslu á efnavopnum fara fram, og tvö önnur framleiðslusvæði í Him Shinshar. Vitni á vettvangi í Douma hafa greint frá því að fórnarlömb meintrar árásar hafi lyktað af klór og verið með þykka froðu í munni. Bandaríkjamenn hafa sagt afgerandi sannanir vera fyrir því að klórgasi hafi verið beitt. Möguleiki sé á að saríngasi hafi verið beitt. Rannsókn OPCW á vettvangi var frestað í gær og var ekki hafin þegar þessi frétt var skrifuð. Að sögn sænska fulltrúans á fundinum sögðu Rússar og Sýrlendingar rannsakendum að ekki væri hægt að tryggja öryggi á vettvangi. Breski fulltrúinn sagði það óboðlegt, þörf væri á samstarfi Rússa og Sýrlendinga og að óhindraður aðgangur væri nauðsynlegur. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði af og frá að það væri Rússum að kenna að rannsókn tefðist. OPCW hefur áður komist að því, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, að Assad-liðar hafi oftsinnis beitt efnavopnum undanfarin ár. Meðal annars í fyrra þegar nærri hundrað fórust í saríngasárás á Khan Sheikhoun.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22
Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 16. apríl 2018 11:00