Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 08:22 Íbúi í Douma skolaður með vatni eftir það sem er talið hafa verið efnavopnaárás þar 7. apríl. Vísir/AFP Bandaríkjastjórn segist hafa upplýsingar um að sarín- og klórgas hafi verið notað í efnavopnaárás í bænum Douma sem hún fullyrðir að ríkisstjórn Bashars al-Assad hafi staðið að. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svöruðu árásinni í Douma með loftárásum sem beindust gegn getu Assad-stjórnarinnar til að beita efnavopnum á nýjan leik á aðfaranótt laugardags. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að mestu upplýsingarnar séu um klórgasið en einnig séu verulegar vísbendingar um notkun saríngass. Þvert á fullyrðingar Rússa um að sýrlenski herinn hafi náð að skjóta niður meirihluta flugskeyta ríkjanna þriggja sagði bandaríska varnarmálaráðuneytið að þrjú skotmörk hafi verið eyðilögð í gær, án truflana frá Sýrlandsstjórn. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sagði í gær að hún ætlaði eftir sem áður að fara til Douma til að rannsaka áskanirnar um efnavopnaárásina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði að beiðni Rússa í gær en þeir hafa stutt Assad hernaðarlega. Ráðið hafnaði því að fordæma loftárásir ríkjanna þriggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Assad þau skilaboð í gær að Bandaríkin væru tilbúin að láta til skarar skríða aftur ef hann beitti efnavopnum. Sýrlandsstjórn hefur hafnað því að hafa gert efnavopnaárás. Þrátt fyrir harðorð viðbrögð Rússa og Sýrlandsstjórnar hafa loftárásirnar ekki dregið frekari dilk á eftir sér hingað til og virðast ríkin ekki hafa sérstakan áhuga á að stigmagna átökin við vesturveldin. Ekkert bendir heldur til þess að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætli sér frekari aðgerðir umfram loftárásirnar í gær. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Bandaríkjastjórn segist hafa upplýsingar um að sarín- og klórgas hafi verið notað í efnavopnaárás í bænum Douma sem hún fullyrðir að ríkisstjórn Bashars al-Assad hafi staðið að. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svöruðu árásinni í Douma með loftárásum sem beindust gegn getu Assad-stjórnarinnar til að beita efnavopnum á nýjan leik á aðfaranótt laugardags. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að mestu upplýsingarnar séu um klórgasið en einnig séu verulegar vísbendingar um notkun saríngass. Þvert á fullyrðingar Rússa um að sýrlenski herinn hafi náð að skjóta niður meirihluta flugskeyta ríkjanna þriggja sagði bandaríska varnarmálaráðuneytið að þrjú skotmörk hafi verið eyðilögð í gær, án truflana frá Sýrlandsstjórn. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sagði í gær að hún ætlaði eftir sem áður að fara til Douma til að rannsaka áskanirnar um efnavopnaárásina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði að beiðni Rússa í gær en þeir hafa stutt Assad hernaðarlega. Ráðið hafnaði því að fordæma loftárásir ríkjanna þriggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Assad þau skilaboð í gær að Bandaríkin væru tilbúin að láta til skarar skríða aftur ef hann beitti efnavopnum. Sýrlandsstjórn hefur hafnað því að hafa gert efnavopnaárás. Þrátt fyrir harðorð viðbrögð Rússa og Sýrlandsstjórnar hafa loftárásirnar ekki dregið frekari dilk á eftir sér hingað til og virðast ríkin ekki hafa sérstakan áhuga á að stigmagna átökin við vesturveldin. Ekkert bendir heldur til þess að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætli sér frekari aðgerðir umfram loftárásirnar í gær.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21