Landið að rísa aftur á Skaganum Hjörvar Ólafsson skrifar 22. september 2018 10:00 Undanfarin tíu ár hafa verið rússíbanareið á milli efstu og næstefstu deildar hjá stórveldinu ÍA. Fréttablaðið/stefán Síðustu dagar hafa verið gjöfulir fyrir knattspyrnufélagið ÍA hjá karlahlið félagsins. Meistaraflokkur félagsins tryggði sér nýverið sæti í efstu deild, en liðið fylgir þar HK upp um deild. Þá varð annar flokkur félagsins Íslandsmeistari á fimmtudagskvöldið, en liðið hafði þar betur gegn KR í baráttu þessara fornu fjenda um titilinn. Kári, sem er venslafélag ÍA, var framan af í toppbaráttu annarrar deildar, en gaf eftir á lokakaflanum þar sem liðið missti lykilleikmenn sem áttu ríkan þátt í að tryggja öðrum flokknum Íslandsmeistaratitilinn. Síðast en alls ekki síst þá fór Skallagrímur, annað venslafélag Akranesliðsins, sem að drjúgum hluta er skipað leikmönnum sem hafa fengið knattspyrnuuppeldi sitt á Akranesi, upp úr fjórðu deildinni í þá þriðju. Það sem gerir framangreindan árangur ekki síður eftirtektarverðan er að aðallið ÍA er að mestu leyti skipað uppöldum leikmönnum, auk þess að félagið hefur misst spóna úr aski sínum með sölu til erlendra liða. Má þar nefna Tryggva Hrafn Haraldsson sem leikur fyrir sænska liðið Halmstad og Arnór Sigurðsson sem nýverið gekk til liðs við rússneska liðið CSKA Moskvu.Spennandi tímar fram undan ÍA hefur undanfarna tvo áratugi átt erfitt með að festa sig í sessi í efstu deild, en liðið hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðan það féll úr deild þeirra bestu haustið 2008. Um svipað leyti og íslensku bankarnir hrundu fór að molna undan veldinu sem Skagamenn höfðu í gegnum tíðina verið í íslenskri knattspyrnu. Hefðin er hins vegar sterk á Skaganum og félagið hefur verið duglegt við að ala upp sína eigin leikmenn. Liðið er að njóta góðs af þeirri vinnu þessa stundina. „Samstarfið hér á Akranesi, bæði milli þjálfara yngri flokkanna, og þjálfara ÍA og Kára og nú í seinni tíð Skallagríms hefur verið algerlega frábært. Öllum leikmönnum er veitt verkefni við hæfi, en hvert haust ganga um það bil tíu leikmenn upp úr öðrum flokki ÍA. Þar af fara einn til tveir í meistaraflokk ÍA, Kári getur tekið við sex til átta leikmönnum og Skallagrímur hefur komið inn í þetta undanfarið,“ segir Lúðvík Gunnarsson, yfirþjálfari ÍA og þjálfari Kára. „Við getum ekki keppt við stærstu félög landsins um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og þess vegna verðum við að huga vel að þeim leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu hverju sinni, allt í senn í meistaraflokki ÍA, yngri flokkunum, hjá Kára og núna Skallagrími. Við ræðum mikið saman í hverri viku og skipuleggjum þetta í sameiningu svo allir fái að njóta sín. Ég og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokksins og þjálfari annars flokksins, ræðum til að mynda afar mikið saman í hverri viku,“ segir Lúðvík enn fremur um starfið á Skaganum. „Ég myndi segja að staðan sé alveg kjörin eins og hún er núna. Það er að vera með samkeppnishæft lið í meistaraflokki, nánast eingöngu myndað af Skagamönnum, sterkan annan flokk, lið í annarri deildinni og lið í þriðju deildinni. Þannig geta allir okkar leikmenn sem eru um og yfir tvítugt og þaðan af yngri leikið við andstæðinga við sitt hæfi. Svo náum við að selja leikmenn við og við til útlanda sem hjálpar til við fjárhagshliðina. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig málin þróast hér á Akranesi næsta árið og tel að áfram verði haldið að vinna eftir sömu stefnu,“ segir Lúðvík um framhaldið í knattspyrnunni á Akranesi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið gjöfulir fyrir knattspyrnufélagið ÍA hjá karlahlið félagsins. Meistaraflokkur félagsins tryggði sér nýverið sæti í efstu deild, en liðið fylgir þar HK upp um deild. Þá varð annar flokkur félagsins Íslandsmeistari á fimmtudagskvöldið, en liðið hafði þar betur gegn KR í baráttu þessara fornu fjenda um titilinn. Kári, sem er venslafélag ÍA, var framan af í toppbaráttu annarrar deildar, en gaf eftir á lokakaflanum þar sem liðið missti lykilleikmenn sem áttu ríkan þátt í að tryggja öðrum flokknum Íslandsmeistaratitilinn. Síðast en alls ekki síst þá fór Skallagrímur, annað venslafélag Akranesliðsins, sem að drjúgum hluta er skipað leikmönnum sem hafa fengið knattspyrnuuppeldi sitt á Akranesi, upp úr fjórðu deildinni í þá þriðju. Það sem gerir framangreindan árangur ekki síður eftirtektarverðan er að aðallið ÍA er að mestu leyti skipað uppöldum leikmönnum, auk þess að félagið hefur misst spóna úr aski sínum með sölu til erlendra liða. Má þar nefna Tryggva Hrafn Haraldsson sem leikur fyrir sænska liðið Halmstad og Arnór Sigurðsson sem nýverið gekk til liðs við rússneska liðið CSKA Moskvu.Spennandi tímar fram undan ÍA hefur undanfarna tvo áratugi átt erfitt með að festa sig í sessi í efstu deild, en liðið hefur flakkað á milli efstu og næstefstu deildar síðan það féll úr deild þeirra bestu haustið 2008. Um svipað leyti og íslensku bankarnir hrundu fór að molna undan veldinu sem Skagamenn höfðu í gegnum tíðina verið í íslenskri knattspyrnu. Hefðin er hins vegar sterk á Skaganum og félagið hefur verið duglegt við að ala upp sína eigin leikmenn. Liðið er að njóta góðs af þeirri vinnu þessa stundina. „Samstarfið hér á Akranesi, bæði milli þjálfara yngri flokkanna, og þjálfara ÍA og Kára og nú í seinni tíð Skallagríms hefur verið algerlega frábært. Öllum leikmönnum er veitt verkefni við hæfi, en hvert haust ganga um það bil tíu leikmenn upp úr öðrum flokki ÍA. Þar af fara einn til tveir í meistaraflokk ÍA, Kári getur tekið við sex til átta leikmönnum og Skallagrímur hefur komið inn í þetta undanfarið,“ segir Lúðvík Gunnarsson, yfirþjálfari ÍA og þjálfari Kára. „Við getum ekki keppt við stærstu félög landsins um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og þess vegna verðum við að huga vel að þeim leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu hverju sinni, allt í senn í meistaraflokki ÍA, yngri flokkunum, hjá Kára og núna Skallagrími. Við ræðum mikið saman í hverri viku og skipuleggjum þetta í sameiningu svo allir fái að njóta sín. Ég og Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokksins og þjálfari annars flokksins, ræðum til að mynda afar mikið saman í hverri viku,“ segir Lúðvík enn fremur um starfið á Skaganum. „Ég myndi segja að staðan sé alveg kjörin eins og hún er núna. Það er að vera með samkeppnishæft lið í meistaraflokki, nánast eingöngu myndað af Skagamönnum, sterkan annan flokk, lið í annarri deildinni og lið í þriðju deildinni. Þannig geta allir okkar leikmenn sem eru um og yfir tvítugt og þaðan af yngri leikið við andstæðinga við sitt hæfi. Svo náum við að selja leikmenn við og við til útlanda sem hjálpar til við fjárhagshliðina. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig málin þróast hér á Akranesi næsta árið og tel að áfram verði haldið að vinna eftir sömu stefnu,“ segir Lúðvík um framhaldið í knattspyrnunni á Akranesi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira