Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United 2. október 2018 19:30 Juan Mata er í smá bloggpásu. vísir/getty Juan Mata, leikmaður Manchester United, er ekki bara öflugur fótboltamaður heldur er hann fínasti penni og einn af síðustu bloggurunum. Hann hefur um langa hríð haldið úti virkri bloggsíðu þar sem að hann skrifar um lífið og fótboltann. En, nú ætlar hann í smá pásu. Honum finnst ekki eðlilegt að vera að skrifa mikið þegar að Manchester United gengur jafnilla og raun ber vitni en liðið er í mikilli krísu undir stjórn José Mourinho. Margir biðu eflaust spenntir eftir nýjustu bloggfærslu kappans því næsti leikur United er í kvöld á móti Valencia en Mata spilaði lengi með spænska liðinu. „Sæl, öll. Í dag er bloggfærsla mín styttri en vanalega. Í raun er þetta enginn tími til að blogga. Ég vil þakka ykkur öllum sem styðja okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Ég skil pirring ykkar. Næsti leikur er sérstakur fyrir mig en umfram allt er þetta tækifæri fyrir liðið til að komast aftur á sigurbraut,“ skrifar Mata og biður að heilsa. Þrátt fyrir að vera öflugur penni og nota samfélagsmiðla mikið til að tengjast aðdáendum sínum og Manchester United hefur aldrei neitt vandamál komið upp hjá Mata en notkun samfélagsmiðla er heitt mál á Old Trafford þessa dagana. Síðasta uppnámið varð eftir tap United gegn Derby í deildabikarnum þegar að Mourinho þótti ósáttur við Instagramfærslu Pauls Pogba en myndband af Portúgalanum að ræða það við miðjumanninn náðist á æfingu liðsins daginn eftir. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Pogba var aldrei varafyrirliði Fátt annað var rætt um á blaðamannafundi Jose Mourinho í gær en samband hans og miðjumannsins Paul Pogba en sambandið þar virðist ekki gott. 29. september 2018 09:30 Hryggðarmynd í sýningu í Leikhúsi draumanna José Mourinho er undir mikilli pressu hjá Manchester United og stendur í stappi við leikmenn enn eina ferðina. 1. október 2018 09:00 Pogba spilar á morgun: „Hvaða rifrildi?“ Jose Mourinho sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrir leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Mál Mourinho og Pogba var að sjálfsögðu það sem brann á allra vörum. 28. september 2018 13:22 Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho Fyrrverandi miðvörður Arsenal hefði viljað sjá Mourinho og Pogba leysa sín mál inn á skrifstofu. 27. september 2018 12:30 Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. 27. september 2018 07:30 Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“ Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba. 27. september 2018 22:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Juan Mata, leikmaður Manchester United, er ekki bara öflugur fótboltamaður heldur er hann fínasti penni og einn af síðustu bloggurunum. Hann hefur um langa hríð haldið úti virkri bloggsíðu þar sem að hann skrifar um lífið og fótboltann. En, nú ætlar hann í smá pásu. Honum finnst ekki eðlilegt að vera að skrifa mikið þegar að Manchester United gengur jafnilla og raun ber vitni en liðið er í mikilli krísu undir stjórn José Mourinho. Margir biðu eflaust spenntir eftir nýjustu bloggfærslu kappans því næsti leikur United er í kvöld á móti Valencia en Mata spilaði lengi með spænska liðinu. „Sæl, öll. Í dag er bloggfærsla mín styttri en vanalega. Í raun er þetta enginn tími til að blogga. Ég vil þakka ykkur öllum sem styðja okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Ég skil pirring ykkar. Næsti leikur er sérstakur fyrir mig en umfram allt er þetta tækifæri fyrir liðið til að komast aftur á sigurbraut,“ skrifar Mata og biður að heilsa. Þrátt fyrir að vera öflugur penni og nota samfélagsmiðla mikið til að tengjast aðdáendum sínum og Manchester United hefur aldrei neitt vandamál komið upp hjá Mata en notkun samfélagsmiðla er heitt mál á Old Trafford þessa dagana. Síðasta uppnámið varð eftir tap United gegn Derby í deildabikarnum þegar að Mourinho þótti ósáttur við Instagramfærslu Pauls Pogba en myndband af Portúgalanum að ræða það við miðjumanninn náðist á æfingu liðsins daginn eftir.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Pogba var aldrei varafyrirliði Fátt annað var rætt um á blaðamannafundi Jose Mourinho í gær en samband hans og miðjumannsins Paul Pogba en sambandið þar virðist ekki gott. 29. september 2018 09:30 Hryggðarmynd í sýningu í Leikhúsi draumanna José Mourinho er undir mikilli pressu hjá Manchester United og stendur í stappi við leikmenn enn eina ferðina. 1. október 2018 09:00 Pogba spilar á morgun: „Hvaða rifrildi?“ Jose Mourinho sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrir leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Mál Mourinho og Pogba var að sjálfsögðu það sem brann á allra vörum. 28. september 2018 13:22 Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho Fyrrverandi miðvörður Arsenal hefði viljað sjá Mourinho og Pogba leysa sín mál inn á skrifstofu. 27. september 2018 12:30 Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. 27. september 2018 07:30 Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“ Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba. 27. september 2018 22:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Mourinho: Pogba var aldrei varafyrirliði Fátt annað var rætt um á blaðamannafundi Jose Mourinho í gær en samband hans og miðjumannsins Paul Pogba en sambandið þar virðist ekki gott. 29. september 2018 09:30
Hryggðarmynd í sýningu í Leikhúsi draumanna José Mourinho er undir mikilli pressu hjá Manchester United og stendur í stappi við leikmenn enn eina ferðina. 1. október 2018 09:00
Pogba spilar á morgun: „Hvaða rifrildi?“ Jose Mourinho sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrir leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Mál Mourinho og Pogba var að sjálfsögðu það sem brann á allra vörum. 28. september 2018 13:22
Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho Fyrrverandi miðvörður Arsenal hefði viljað sjá Mourinho og Pogba leysa sín mál inn á skrifstofu. 27. september 2018 12:30
Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. 27. september 2018 07:30
Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“ Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba. 27. september 2018 22:00