Bandarískum kosningaöryggissérfræðingi ýtt til hliðar skömmu fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 21:00 Rússar stóðu fyrir viðamikilli áróðursherferð fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og reyndu einnig að brjótast inn í kosningakerfi. Talið er að þeir reyni aftur fyrir sér í þingkosningunum í haust. Vísir/AFP Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45
Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42