Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 10:42 Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að reyna að tryggja Donald Trump sigur. Vísir/AFP Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega. Bandaríkin Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega.
Bandaríkin Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira