Erlent

Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers

Birgir Olgeirsson skrifar
Robert Mueller Sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins
Robert Mueller Sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins Vísir/Getty

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjá rússneska lögaðila sem sakaðir eru um að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og framgangi lýðræðis þar í landi. Greint er frá þessu á vef AP-fréttastofunnar en vitnað er í yfirlýsingu frá Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, sem hefur rannsakað afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016.

Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál.

Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað.

Mueller hefur undanfarið rannsakað ásakanir þess efnis að Rússar hafi skipt sér af kosningum í Bandaríkjunum og hvort að það hafi verið einhver óeðlileg samskipti á milli forsetaframboðs Donalds Trump og yfirvalda í Rússlandi.

Áður höfðu Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, Paul Manafort stjórnarformaður framboðs TrumpsRick Gates aðstoðarmaður Manaforts þegar kom að framboði Trumps, og George Papadopoulos fyrrverandi utanríkisráðgjafi Trumps, verið ákærðir vegna rannsóknar Muellers.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.