Erlent

Níu til viðbótar handteknir vegna morðanna á Maren og Louisu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.
Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun. Myndir/Facebook
Alls eru nú þrettán manns í haldi vegna morðanna á Maren Ueland og Louisu Vesterager Jespersen, sem myrtar voru í Atlasfjöllum í Marokkó á mánudagsmorgun. Níu voru handteknir í gær og í dag og er talið að þeir tilheyri sömu samtökum og þeir fjórir sem voru þegar í haldi vegna morðanna, en málið er rannsakað sem hryðjuverk. Frá þessu greinir norska ríkisútvarpið.

Yfirvöld í Danmörku og Noregi hafa til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á að minnsta kosti annarri konunni. Myndbandið var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en yfirvöld hafa biðlað til almennings um að horfa hvorki á myndbandið né dreifa því. Frá því er svo greint í norskum fjölmiðlum í morgun að talið sé að myndbandið sé ósvikið.

Þá hefur lögreglan lagt hald á raftæki, riffil hnífa, sverð og búnað sem notaður var til að útbúa sprengjur. Tæknideild lögreglunnar í Marokkó rannsakar nú búnaðinn.

Vegfarandi gekk fram á lík Marenar Ueland og Louisu Vesterager Jespersen í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. Áverkar eftir eggvopn fundust á hálsi þeirra. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.

 


Tengdar fréttir

Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi

Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.