Íslenski boltinn

Midtjylland fær ungan framherja frá Blikum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nikola á æfingasvæði félagsins.
Nikola á æfingasvæði félagsins. mynd/heimasíða Midtyjlland
Dönsku meistarrnir í FC Midtjylland tilkynntu í gær á heimasíðu sinni að þeir hefðu skrifað undir samning við hinn sautján ára gamla Nikola Djuric.

Nikola kemur frá Breiðabliki en hann er sautján ára framsækinn leikmaður sem hentar vel inn í formúlu Midtjylland, segir stjórnandi akademíu félagisns Flemming Broe.

Nikola mun æfa með U19-ára liði félagsins og Flemming segir í viðtali við heimasíðu Midtjylland að Nikola sé duglegur markaskorarari með góða tækini.

Hann mun ekki bara spila fótbolta í Danmörku því í akademíu félagsins er mikil áhersla lögð á að yngri leikmenn liðsins gangi í skóla.

Nikola Dejan Djuric, eins og hann heitir fullu nafni, hefur verið í yngri landsliðum Íslands og hefur spilað fjóra leiki fyrir U17 ára landsliðið þó án þess að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×