Trump-hjónin brugðu sér óvænt til Írak Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 20:15 Það fór vel á með forsetahjónunum og bandaríska herliðinu. Getty/Saul Loeb Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi. Þetta er fyrsta í sinn sem Trump heimsækir bandaríska hermenn við skyldustörf á átakasvæði. Forsetahjónin gerðu ekki boð á undan sér en í fréttatilkynningu sem Hvíta húsið sendi síðdegis kemur fram að þau hafi komið til landsins að kvöldi jóladags. Tilgangur heimsóknarinnar sé að þakka hermönnunum fyrir vel unnin störf á síðustu misserum. Trump hefur látið að sér kveða í varnarmálum að undanförnu og ber það skemmst að nefna ákvörðun hans um að draga Bandaríkjaher út úr átökunum í Sýrlandi. Ákvörðunin var umdeild og sást það kannski hvað best í afsögn varnarmálaráðherrans Jim Mattis. Hann ákvað að róa á önnur mið vegna „óyfirstíganlegs ágreinings“ þeirra um réttmæti ákvörðunarinnar. Bandaríkjaforseti tók þó fram í heimsókn sinni að ekki stæði til að herinn yfirgæfi Írak í náinni framtíð. Vera Bandaríkjahers í landinu gæti komið að góðum notum, „ef við viljum gera eitthvað í Sýrlandi,“ eins og Trump orðaði það. Ýjaði hann þar að því að Bandaríkin hefðu áfram möguleikann á því að stíga inn í átökin í Sýrlandi, snúist honum hugur. Í heimsókn sinni, sem meðal annars fór fram í herstöð flughersins í al-Asad vestan höfuðborgarinnar Baghdad, sagðist hann auk þess vera sannfærður um að fleiri myndu í fyllingu tímans átta sig á ágæti ákvörðunar sinnar. Bandaríkin Donald Trump Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30 Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi. Þetta er fyrsta í sinn sem Trump heimsækir bandaríska hermenn við skyldustörf á átakasvæði. Forsetahjónin gerðu ekki boð á undan sér en í fréttatilkynningu sem Hvíta húsið sendi síðdegis kemur fram að þau hafi komið til landsins að kvöldi jóladags. Tilgangur heimsóknarinnar sé að þakka hermönnunum fyrir vel unnin störf á síðustu misserum. Trump hefur látið að sér kveða í varnarmálum að undanförnu og ber það skemmst að nefna ákvörðun hans um að draga Bandaríkjaher út úr átökunum í Sýrlandi. Ákvörðunin var umdeild og sást það kannski hvað best í afsögn varnarmálaráðherrans Jim Mattis. Hann ákvað að róa á önnur mið vegna „óyfirstíganlegs ágreinings“ þeirra um réttmæti ákvörðunarinnar. Bandaríkjaforseti tók þó fram í heimsókn sinni að ekki stæði til að herinn yfirgæfi Írak í náinni framtíð. Vera Bandaríkjahers í landinu gæti komið að góðum notum, „ef við viljum gera eitthvað í Sýrlandi,“ eins og Trump orðaði það. Ýjaði hann þar að því að Bandaríkin hefðu áfram möguleikann á því að stíga inn í átökin í Sýrlandi, snúist honum hugur. Í heimsókn sinni, sem meðal annars fór fram í herstöð flughersins í al-Asad vestan höfuðborgarinnar Baghdad, sagðist hann auk þess vera sannfærður um að fleiri myndu í fyllingu tímans átta sig á ágæti ákvörðunar sinnar.
Bandaríkin Donald Trump Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30 Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28