Erlent

Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega fjögur hundruð manns hafa slasast alvarlega vegna notkunar flugelda í Svíþjóð á síðustu fimmtán árum.
Rúmlega fjögur hundruð manns hafa slasast alvarlega vegna notkunar flugelda í Svíþjóð á síðustu fimmtán árum. Getty
Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi.

Frá og með júní á næsta ári þurfa að einstaklingar í Svíþjóð að sækja námskeið og fá sérstakt leyfi frá yfirvöldum til að kaupa slíka flugelda.

SVT  segir frá því að það hafi verið Samtök söluaðila flugelda í Svíþjóð sem hafi þrýst á breytinguna. Erik Nilsson, formaður samtakanna, segir að hlutfall þáttar raketta þegar kemur að slysum á fólki hafi verið óeðlilega hátt.

„Við höfum líka séð þróunina í Noregi þar sem þetta var gert fyrir næstum tíu árum síðan. Þar fækkaði slysum á fólki kröftuglega,“ segir Nilsson.

Svíar hafa jafnt og þétt þrengt að notkun flugelda, en árið 2002 voru svokallaðir „Kínverjar“ bannaðir og fyrir fjórum árum var lagt bann við stærri rakettum.

Rúmlega fjögur hundruð manns hafa slasast alvarlega vegna notkunar flugelda í Svíþjóð á síðustu fimmtán árum.


Tengdar fréttir

Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda

Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin.

Landsbjörg býður tré í stað flugelda

Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×