Íslenski boltinn

Patrick Pedersen til Moldóvu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Patrick Pedersen skoraði 17 mörk í 21 leik í sumar
Patrick Pedersen skoraði 17 mörk í 21 leik í sumar vísir/bára
Markahæsti leikmaður Pepsi deildar karla, Patrick Pedersen, hefur gengið til liðs við moldóvska liðið Sheriff Tiraspol.

Valsmenn greindu frá því í dag að þeir hefðu selt danska framherjann til Sheriff.

Pedersen hefur skorað 47 mörk í 72 leikjum á sínum ferli í Pepsi deildinni og fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val síðustu tvö ár.

Sheriff er sigursælasta lið Moldóvu síðustu ár, liðið hefur orðið meistari þar þrjú ár í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.