Ítalir lúffa í fjárlagadeilu sinni við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 23:48 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrr á árinu. Getty/Sean Gallup Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu. Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu.
Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30