Erlent

Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl.
Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. EPA/Jorge Torres
Lögregla í Níkaragva barði hóp blaðamanna sem mótmæltu rassíu lögreglu á fréttastofu þeirra. BBC greinir frá. 

Blaðamennirnir höfðu komið saman fyrir utan lögreglustöð í höfuðborginni Managua og sögðu að rassían hefði verið ólögleg. 

Mótmælt hefur verið í Níkaragva svo mánuðum skiptir vegna forsetans Daniel Ortega sem er sakaður um að skerða mannréttindi landsmanna. Forsetinn sakar mótmælendur um að skipuleggja valdarán. 

Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 

Lögregla í Níkaragva hefur ekki tjáð sig um árásina á blaðamennina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×