Flynn bað um frest á dómsuppkvaðningu Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2018 18:06 Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira