Erlent

Leikstjórinn og grínistinn Penny Marshall er látin

Samúel Karl Ólason skrifar
Penny Marshall.
Penny Marshall. Getty/Jeff Kravitz
Grínistinn, leikkonan og leikstjórinn Penny Marshall er látin, 75 ára að aldri. Hún dó á heimili sínu í Kaliforníu í gær og samkvæmt TMZ dó hún vegna kvilla vegna sykursýki. Marshall var fyrsta konan til að leikstýra kvikmynd sem halaði inn meira en hundrað milljónum dala.

Hún naut fyrst frægðar fyrir leiks sinn í þáttunum Laverne & Shirley en sneri sér seinna meir að leikstjórn. Hún leikstýrði meðal annars Tom Hanks í myndinni Big árið 1988 og Robin Williams í myndunum A League of Their Own og Awakenings.

Í tilkynningu til TMZ lýsir fjölskylda Marshall yfir sorg sinni vegna fráfalls hennar. Þar segir að hún hafi verið alger strákastelpa. Hún hafi elskað íþróttir, alls kyns gátur, hún hafi elskað að blanda saman mjólk og Pepsi og að vera með fjölskyldu sinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×