Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 09:55 Sjálfboðaliðar Hvítu hjálmanna að störfum. Þeir eru nú orðnir skotmark bæði rússneskra áróðursmeistara og sýrlenska stjórnarhersins. Vísir/EPA Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á. Rússland Sýrland Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Sjá meira
Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á.
Rússland Sýrland Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent