Erlent

Uppfylla skilyrði friðarviðræðna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Erindreki SÞ með talsmanni Húta í aðdraganda viðræðna.
Erindreki SÞ með talsmanni Húta í aðdraganda viðræðna. Nordicphotos/AFP
Hernaðarbandalagið sem Sádi-Arabar leiða í styrjöldinni gegn Hútum í Jemen samþykkti í gær að særðir hermenn Húta fengju að yfirgefa landið til þess að leita læknisaðstoðar. Þessi ákvörðun er lykilforsenda fyrir því að Hútar mæti til friðarviðræðna sem fram eiga að fara í Svíþjóð í gær. Alls fengu fimmtíu særðir Hútar að ferðast til Óman í flugvél Sameinuðu þjóðanna.

Viðræðurnar, sem miða að því að binda enda á þessa fjögurra ára löngu og afar blóðugu styrjöld, gætu hafist á miðvikudag samkvæmt heimildum Reuters. Hútar hafa einnig sett það skilyrði fyrir friðarviðræðunum að bandalagið fái ekki að fara um borð í flugvélina sem flytur erindreka Húta til Svíþjóðar. Sammælst hefur verið um að Kúveit útvegi vél.

Stjórnvöld í Íran, sem styðja Húta og eru sögð smygla vopnum til þeirra, sögðust í gær styðja friðarviðræðurnar. Þau vildu koma á friði á svæðinu.
Tengdar fréttir

„Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“

Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins segir börn í Jemen í stöðugri hættu. Elín var nýlega við störf í Jemen meðal annars í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.