Erlent

Talið að 85 þúsund börn hafi dáið úr næringarskorti í Jemen

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Alvarlegur næringarskortur hrjáir gríðarlegan fjölda barna í Jemen og hafa tug þúsundir þeirra látist vegna þess.
Alvarlegur næringarskortur hrjáir gríðarlegan fjölda barna í Jemen og hafa tug þúsundir þeirra látist vegna þess. vísir/epa
Talið er að um 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr næringarskorti í Jemen síðustu þrjú ár. Þetta segja samtökin Save the Children, eða Barnaheill.

Til að setja töluna í samhengi benda samtökin á að slíkur fjöldi myndi jafngilda því að öll börn fimm ára og yngri í stórborginni Birmingham myndu deyja, en Birmingham er næststærsta borg Bretlands.

Jemen hefur verið leikið afar grátt í stríðinu sem þar hefur geisað síðustu þrjú árin. Að minnsta kosti 6.800 óbreyttir borgarar hafa látið lífið beinlínis af völdum átakana og um 11.000 særst, en afleiðingar stríðsins og ekki síst herkví sem Sádí Arabar og bandalagsmenn þeirra hafa sett landið í hafa kallað ómældar hörmungar yfir íbúana.

Hungursneyð og kólerufaraldur hafa tekið stærsta tollinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×