Erlent

Myndband af geimskotinu tekið úr geimnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimfarið á leið út í geim.
Geimfarið á leið út í geim. Alexander Gerst
Geimfarinn Alexander Gerst hefur birt myndband sem hann tók af geimskoti Soyus eldflaugarinnar á mánudaginn frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimstöðin var svo til gott sem beint yfir Baikonur í Kasakstan, þar sem geimflauginni var skotið á loft til geimstöðvarinnar. Um borð voru þau Oleg Kononenko frá Rússlandi, Anne McClain frá Bandaríkjunum og David Saint-Jacques frá Kanada.

Þau eru nú komin um borð og verða þar í um hálft ár.

Á Twitter segir Gerst að hann eigi enn erfitt með að átta sig á að menn ferðist á farinu sem skilji eftir sig hvíta rák á leið í geiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×