Íslenski boltinn

Öll plastpokanotkun Íslendinga á einu ári jafngildir förgun tveggja gervigrasvalla

Anton Ingi Leifsson skrifar

Einar Brynjarsson, umhverisfræðingur, er ekki yfir sig hrifinn af því að mörg félög á Íslandi séu að skipta völlum sínum yfir á gervigras. Hann segir að það henti umhverfinu illa.

Gervigrasvöllum hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum og í Pepsi-deild karla á næsta ári verða að minnsta kosti fimm félög sem leika heimaleiki sína á gervigrasi.

„Þróunin er í náttúrulegu grasi og þar eru framfarirnar. Það er það sem við sjáum þegar við horfum á sjónvarpið og sjáum þessa velli sem er verið að spila á út um allan heim. Það er undantekning að við sjáum mold í teigunum eins og fyrir tíu árum,“ segir Einar Brynjarsson umhverfisfræðingur.

Ráðamenn í borg og sveitarfélögum hafa ekki tekið mið af umhverfinu þegar skipt hefur verið frá grasi yfir í gervigras og ekki er með góðu móti hægt að farga gervigasvöllum en skipta þarf um á fimm til sex ára fresti.

„Það eru notaðir um 30 til 35 milljónir plastloka á Íslandi. Ef við vigtum það þá eru það sex til sjö hundruð tonn af plasti, fljótt á skotið. Ef að einn gervigrasvöllur er þrjú hundruð tonn þá jafngildir plastpokanotkun Íslendinga tveimur gervigrasvöllum.“

Einnig ræðir Einar um Kópavogsvöll og pólitíkina í Kópavogi en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.