Enginn frestur fyrir May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þarf að hafa hraðar hendur. EPA/Andy Rain Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51