Óttast um líf sitt eftir að hafa orðið fyrir taugaeitrinu í Salisbury Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 14:24 Lögreglumaður á vettvangi eftir að Rowley og Sturgess komust í snertingu við taugaeitrið. Vísir/Getty Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok sem talið er hafa verið notað til að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury óttast að hann verði látinn innan tíu ára. Hann segist eiga erfitt með gang og sjón. Tæpum fjórum mánuðum eftir að Sergei Skrípal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlítil á bekk í bænum Salisbury á Englandi fyrr á þessu ári veiktust Charlie Rowley og Dawn Sturgess heiftarlega af völdum sama taugaeiturs. Sturgess lést á sjúkrahúsi í júlí. Rowley segir við breska blaðið Sunday Mirror að þó að hann sé laus af sjúkrahúsi telji hann sig ekki óhultan. „Ég er dauðhræddur við framtíðina. Læknar vita einfaldlega ekki hver langtímaáhrifin gætu orðið,“ segir Rowley sem er 45 ára gamall. Hann segist einn örfárra í heiminum sem hafi lifað það af að komast í snertingu við sovéska taugaeitrið. Veikindin hafi lagst þungt á hann. Hann óttist að eitrið gæti dregið hann til dauða fái hann svo mikið sem kvefpest. Hann hafi íhugað sjálfsvíg og hafi engan stuðning fengið frá yfirvöldum, að því er BBC hefur upp úr viðtalinu við Sunday Mirror. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða Skrípalfeðginin af dögum með eitrinu. Því hafa Rússar harðneitað. Lögreglan telur að Rowley og Sturgess hafi ekki verið skotmörk heldur hafi þau komist í snertingu við afganginn af eitrinu sem morðingjarnir hafi losað sig við af skeytingarleysi. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok sem talið er hafa verið notað til að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury óttast að hann verði látinn innan tíu ára. Hann segist eiga erfitt með gang og sjón. Tæpum fjórum mánuðum eftir að Sergei Skrípal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlítil á bekk í bænum Salisbury á Englandi fyrr á þessu ári veiktust Charlie Rowley og Dawn Sturgess heiftarlega af völdum sama taugaeiturs. Sturgess lést á sjúkrahúsi í júlí. Rowley segir við breska blaðið Sunday Mirror að þó að hann sé laus af sjúkrahúsi telji hann sig ekki óhultan. „Ég er dauðhræddur við framtíðina. Læknar vita einfaldlega ekki hver langtímaáhrifin gætu orðið,“ segir Rowley sem er 45 ára gamall. Hann segist einn örfárra í heiminum sem hafi lifað það af að komast í snertingu við sovéska taugaeitrið. Veikindin hafi lagst þungt á hann. Hann óttist að eitrið gæti dregið hann til dauða fái hann svo mikið sem kvefpest. Hann hafi íhugað sjálfsvíg og hafi engan stuðning fengið frá yfirvöldum, að því er BBC hefur upp úr viðtalinu við Sunday Mirror. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða Skrípalfeðginin af dögum með eitrinu. Því hafa Rússar harðneitað. Lögreglan telur að Rowley og Sturgess hafi ekki verið skotmörk heldur hafi þau komist í snertingu við afganginn af eitrinu sem morðingjarnir hafi losað sig við af skeytingarleysi.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32
Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44
Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30