Reiði í Katalóníu vegna leka Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. nóvember 2018 07:45 Cosidó sagði Lýðflokkinn geta stýrt úr bakherbergjum. Nordicphotos/Getty Spænski fréttavefurinn El Español birti í gær skilaboð sem Ignacio Cosidó, þingflokksformaður Lýðflokksins, sendi samherjum sínum á þingi um gerð samkomulags við Sósíalistaflokkinn, sem er í ríkisstjórn, og sagði Lýðflokkinn hafa náð því fram að flokkurinn fengi ákveðið vald yfir hæstarétti Spánar. Þannig hafi flokkurinn fengið að ráða forseta stjórnar hæstaréttar og níu stjórnarmenn til viðbótar á meðan Sósíalistar fá ellefu. Fram kemur í skilaboðunum að nú geti Lýðflokkurinn stýrt „annarri deild hæstaréttar úr bakherbergjunum“. Undir þessa aðra deild falla meðal annars mál þeirra Katalóna sem yfirvöld í Madríd hafa ákært fyrir þátt sinn í atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins í október á síðasta ári. Um er að ræða bæði aðgerðasinna, þingmenn og ráðherra héraðsstjórnarinnar. Katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa ítrekað haldið því fram að ásakanirnar séu fráleitar í lýðræðisríki, þær séu pólitísks eðlis og að stjórnvöld hafi óeðlileg áhrif á dómsvaldið. Vert er að taka fram að Lýðflokkurinn var í stjórn þegar þessir atburðir áttu sér stað en Mariano Rajoy forsætisráðherra féll í atkvæðagreiðslu um vantraust í júní og vinstrimaðurinn Pedro Sánchez tók við. Það kemur því ekki á óvart að Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, var reiður eftir lestur ásakananna í gær. Torra sagði á Twitter að skilaboð Cosidós sýndu enn á ný fram á að réttlætið á Spáni væri háð samkomulagi Sósíalistaflokksins og Lýðflokksins. „Frelsi og tilvist raunverulegs réttarríkis eru ekki lengur sjálfsagðir hlutir sem ríkisborgarar geta treyst á. Hér er sjálfstæði dómstóla ekkert og sama að segja um hlutleysi eða heiðarleika,“ tísti héraðsforsetinn. Albert Rivera, formanni katalónska Borgaraflokksins, höfuðandstæðings Torra og sambandssinna, ofbauð skilaboð Cosidós. Rivera sagði orð Cosidós og gerð samkomulagsins skammarlega og að það væri aðför gegn sjálfstæði dómstóla. Cosidó svaraði fyrir umfjöllunina og skilaboð sín í gær. Hann sagði þau rangtúlkuð en viðurkenndi að orðavalið hefði verið óheppilegt. Að auki benti hann á að hann hefði ekki sagt að Lýðflokkurinn stýrði dómsvaldinu enda „er það ómögulegt“. Þá neitaði hann að segja af sér, en þess hafði grasrótarflokkurinn Podemos krafist. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Spænski fréttavefurinn El Español birti í gær skilaboð sem Ignacio Cosidó, þingflokksformaður Lýðflokksins, sendi samherjum sínum á þingi um gerð samkomulags við Sósíalistaflokkinn, sem er í ríkisstjórn, og sagði Lýðflokkinn hafa náð því fram að flokkurinn fengi ákveðið vald yfir hæstarétti Spánar. Þannig hafi flokkurinn fengið að ráða forseta stjórnar hæstaréttar og níu stjórnarmenn til viðbótar á meðan Sósíalistar fá ellefu. Fram kemur í skilaboðunum að nú geti Lýðflokkurinn stýrt „annarri deild hæstaréttar úr bakherbergjunum“. Undir þessa aðra deild falla meðal annars mál þeirra Katalóna sem yfirvöld í Madríd hafa ákært fyrir þátt sinn í atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins í október á síðasta ári. Um er að ræða bæði aðgerðasinna, þingmenn og ráðherra héraðsstjórnarinnar. Katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa ítrekað haldið því fram að ásakanirnar séu fráleitar í lýðræðisríki, þær séu pólitísks eðlis og að stjórnvöld hafi óeðlileg áhrif á dómsvaldið. Vert er að taka fram að Lýðflokkurinn var í stjórn þegar þessir atburðir áttu sér stað en Mariano Rajoy forsætisráðherra féll í atkvæðagreiðslu um vantraust í júní og vinstrimaðurinn Pedro Sánchez tók við. Það kemur því ekki á óvart að Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, var reiður eftir lestur ásakananna í gær. Torra sagði á Twitter að skilaboð Cosidós sýndu enn á ný fram á að réttlætið á Spáni væri háð samkomulagi Sósíalistaflokksins og Lýðflokksins. „Frelsi og tilvist raunverulegs réttarríkis eru ekki lengur sjálfsagðir hlutir sem ríkisborgarar geta treyst á. Hér er sjálfstæði dómstóla ekkert og sama að segja um hlutleysi eða heiðarleika,“ tísti héraðsforsetinn. Albert Rivera, formanni katalónska Borgaraflokksins, höfuðandstæðings Torra og sambandssinna, ofbauð skilaboð Cosidós. Rivera sagði orð Cosidós og gerð samkomulagsins skammarlega og að það væri aðför gegn sjálfstæði dómstóla. Cosidó svaraði fyrir umfjöllunina og skilaboð sín í gær. Hann sagði þau rangtúlkuð en viðurkenndi að orðavalið hefði verið óheppilegt. Að auki benti hann á að hann hefði ekki sagt að Lýðflokkurinn stýrði dómsvaldinu enda „er það ómögulegt“. Þá neitaði hann að segja af sér, en þess hafði grasrótarflokkurinn Podemos krafist.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira