Hafnar forsæti hæstaréttar vegna skilaboðaleka Lýðflokksmanns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Manuel Marchena hæstaréttardómari sést hér á miðri mynd. Fréttablaðið/EPA Fréttablaðið/EPA Manuel Marchena, spænskur hæstaréttardómari, hefur hafnað því að taka við embætti forseta hæstaréttar og spænska dómskerfisins alls. Sósíalistaflokkurinn, sem er í minnihlutastjórn, og Lýðflokkurinn, langstærsti flokkur stjórnarandstöðu, höfðu samið um að hann fengi sætið og var það samkomulag hluti samkomulags um skipan í embætti innan dómskerfisins. Ákvörðunina tók Marchena eftir að spænskt vefrit lak WhatsApp-skilaboðum Ignacios Cosidó, þingflokksformanns Lýðflokksins í öldungadeildinni, þar sem fram kom að með samkomulagsgerðinni fengi flokkurinn völd yfir dómskerfinu og gæti stýrt sakamáladeild hæstaréttar úr bakherbergjunum. Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu gagnrýndu skilaboðin harðlega enda eru níu þeirra nú í fangelsi, ákærðir fyrir uppreisnaráróður og uppreisn gegn spænska ríkinu, og með mál fyrir sakamáladeildinni á meðan Lýðflokkurinn beitti sér af hörku gegn aðskilnaðarsinnum. Flokkurinn var við völd síðasta haust þegar Katalónarnir voru handteknir eftir ólöglega atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu. Marchena sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann hafi aldrei litið svo á að dómskerfið ætti að vera verkfæri sem stjórnmálamenn geta nýtt sér og sagðist vera sjálfstæður í störfum. En Marchena mun þó áfram stýra sakamáladeild hæstaréttar, líkt og undanfarin ár. Sex þeirra níu Katalóna sem eru í haldi sendu hæstarétti bréf í gær þar sem þess var krafist að Marchena myndi víkja úr því embætti. Hann var sakaður um hlutdrægni í garð Lýðflokksins og Sósíalistaflokksins og hreykti Cosidó sér af skipan hans. Pedro Sánchez forsætisráðherra sagðist í gær harma ákvörðun Marchena. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Manuel Marchena, spænskur hæstaréttardómari, hefur hafnað því að taka við embætti forseta hæstaréttar og spænska dómskerfisins alls. Sósíalistaflokkurinn, sem er í minnihlutastjórn, og Lýðflokkurinn, langstærsti flokkur stjórnarandstöðu, höfðu samið um að hann fengi sætið og var það samkomulag hluti samkomulags um skipan í embætti innan dómskerfisins. Ákvörðunina tók Marchena eftir að spænskt vefrit lak WhatsApp-skilaboðum Ignacios Cosidó, þingflokksformanns Lýðflokksins í öldungadeildinni, þar sem fram kom að með samkomulagsgerðinni fengi flokkurinn völd yfir dómskerfinu og gæti stýrt sakamáladeild hæstaréttar úr bakherbergjunum. Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu gagnrýndu skilaboðin harðlega enda eru níu þeirra nú í fangelsi, ákærðir fyrir uppreisnaráróður og uppreisn gegn spænska ríkinu, og með mál fyrir sakamáladeildinni á meðan Lýðflokkurinn beitti sér af hörku gegn aðskilnaðarsinnum. Flokkurinn var við völd síðasta haust þegar Katalónarnir voru handteknir eftir ólöglega atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu. Marchena sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann hafi aldrei litið svo á að dómskerfið ætti að vera verkfæri sem stjórnmálamenn geta nýtt sér og sagðist vera sjálfstæður í störfum. En Marchena mun þó áfram stýra sakamáladeild hæstaréttar, líkt og undanfarin ár. Sex þeirra níu Katalóna sem eru í haldi sendu hæstarétti bréf í gær þar sem þess var krafist að Marchena myndi víkja úr því embætti. Hann var sakaður um hlutdrægni í garð Lýðflokksins og Sósíalistaflokksins og hreykti Cosidó sér af skipan hans. Pedro Sánchez forsætisráðherra sagðist í gær harma ákvörðun Marchena.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira