Enn og aftur á skotárás rætur í heimilisofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 22:45 Juan Lopez myrti þrjá á Mercy sjúkrahúsinu í Chicago. AP Enn ein skotárásin var framkvæmd í Bandaríkjunum í gærkvöldi þegar vopnaður maður skaut þrjá til bana á sjúkrahúsi í Chicago. Árásarmaðurinn féll einnig en ekki liggur fyrir hvort hann var skotinn til bana af lögregluþjónum eða hvort hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Eins og svo oft áður þegar svona árásir er um að ræða, má rekja uppruna hennar til heimilisofbeldis eða heimiliserja þar sem árásarmaður hefur árás með því að myrða maka, fyrrverandi eða þáverandi, eða fjölskyldumeðlimi.Tamara O'Neal, fyrrverandi unnusta Lopez og fyrsta fórnarlamb hans.AP_Monte GerlachÁrásin byrjaði fyrir utan Mercy sjúkrahúsið þar sem árásarmaðurinn, Juan Lopez, var að rífast við lækninn Tamöru O‘Neal, fyrrverandi unnustu sína. Hann hafði hringt á sjúkrahúsið fyrr um daginn og beðið um að fá að tala við hana en hún vildi það ekki. O‘Neal hafði nýverið slitið trúlofun þeirra og segir lögreglan að Lopez hafi komið á sjúkrahúsið til að fá hring sinn til baka. Rifrildi þeirra lauk með því að vinur hennar reyndi að grípa inn í en Lopez sýndi að hann var vopnaður. Vinurinn fór þá að kalla eftir hjálp en Lopez skaut O‘Neal þrisvar sinnum, stóð svo yfir henni og skaut hana þrisvar til viðbótar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skaut Lopez á bíl þeirra og flúði inn á sjúkrahúsið þar sem vitni segja hann hafa skotið á fleiri aðila af handahófi og lögregluþjónana fyrir utan. Þar féll lögregluþjónninn Samuel Jimenez, sem var 28 ára gamall, Dayna Less, 25, sem vann í apóteki sjúkrahússins.Samuel Jimenez skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.AP/CPDAP fréttaveitan segir frá því að Lopez reyndi að ganga til liðs við slökkvilið Chicago fyrir fjórum árum síðan. Það gekk þó ekki eftir því honum var vikið úr þjálfuninni eftir að hann hafði hótað konu sem einnig var í þjálfuninni. Ekki liggur fyrir hvort það tengist því að sama ár reyndi kona að fá nálgunarbann gegn honum. Þá liggur ekki fyrir hvort að hún hafi fengið nálgunarbannið en Lopez var aldrei kærður.Það sem liggur hins vegar fyrir er að á undanförnum fimm árum hafði Lopez keypt fjórar byssur og hafði hann einnig leyfi til að bera falið skotvopn á sér.Blaðamaður Huffington Post, sem hefur lengi fjallað um skotárásir þar í landi, segir að frá 2015 til nóvember í fyrra hafi 46 skotárásir þar sem fjórir eða fleiri létu lífið átt sér stað. Rannsakendur segja að í 27 skipti af þeim 49 hafi árásarmaðurinn myrt maka eða fjölskyldumeðlim eða átt sér sögu um heimilisofbeldi.Sem dæmi má nefna að Adam Lanza myrti móður sína áður en hann myrti 26 börn og kennara í Sandy Hook. Omar Matten beitti eiginkonur sínar ofbeldi áður en skaut á gesti skemmtistaðarins Pulse í Flórída. Devin Patrick Kelley var meðal annars rekinn úr flughernum fyrir heimilisofbeldi, var sakaður um kynferðisofbeldi en hann skaut 26 manns til bana í kirkju í Sutherland Springs í Texas. Á meðal fórnarlamba hans var amma eiginkonu hans en fjölskylda hennar sótti kirkjuna reglulega. James Hodgkinson, sem skaut á þingmenn Repúblikanaflokksins þar sem þeir voru á hafnaboltaæfingu, var eitt sinn handtekinn fyrir að slá og kyrkja fósturdóttur sína. Svona mætti lengi telja.Ekkert hægt að segja til um orsakasamhengi Bent er á í umfjöllun Time að erfitt sé að segja til um orsakasamhengi á milli heimilisofbeldis og skotárása. Það að menn sem geri skotárásir séu líklegir til að eiga sér sögu um heimilisofbeldi tákni ekki að allir ofbeldismenn fremji skotárásir.Prófessorinn Susan B. Sorenson, sem hefur verið að skoða þessi mál, segir það eina sem hægt sé að alhæfa um aðila sem fremji mannskæðar skotárásir, sé að þeir hafi allir haft aðgang að skotvopnum og jafnvel fjölmörgum. Repúblikanar og Demókratar hafa í gegnum tíðina verið sammála um að reyna að koma í veg fyrir að aðilar sem dæmir eru fyrir heimilisofbeldi hafi aðgang að skotvopnum. Það hefur samt reynst erfitt þar sem fjölmargir slíkir aðilar hafa fallið á milli þilja þegar komi að bakgrunnsskoðunum við byssukaup og þá séu ekki mörg ríki Bandaríkjanna sem geri þeim aðilum að skila byssum sínum eftir að þeir hljóta dóm. Rannsakendur segja þó að marktækur munur sé á tíðni morða þar sem makar eiga í hlut, eftir því hvort ríki taki byssur af dæmdum ofbeldismönnum eða ekki. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjórir dánir eftir skotárás í Chicago Fjórir eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð á sjúkrahúsi í bandarísku stórborginni Chicago í gærkvöldi, tveir starfsmenn spítalans, einn lögreglumaður og árásarmaðurinn sjálfur. 20. nóvember 2018 07:19 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Enn ein skotárásin var framkvæmd í Bandaríkjunum í gærkvöldi þegar vopnaður maður skaut þrjá til bana á sjúkrahúsi í Chicago. Árásarmaðurinn féll einnig en ekki liggur fyrir hvort hann var skotinn til bana af lögregluþjónum eða hvort hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Eins og svo oft áður þegar svona árásir er um að ræða, má rekja uppruna hennar til heimilisofbeldis eða heimiliserja þar sem árásarmaður hefur árás með því að myrða maka, fyrrverandi eða þáverandi, eða fjölskyldumeðlimi.Tamara O'Neal, fyrrverandi unnusta Lopez og fyrsta fórnarlamb hans.AP_Monte GerlachÁrásin byrjaði fyrir utan Mercy sjúkrahúsið þar sem árásarmaðurinn, Juan Lopez, var að rífast við lækninn Tamöru O‘Neal, fyrrverandi unnustu sína. Hann hafði hringt á sjúkrahúsið fyrr um daginn og beðið um að fá að tala við hana en hún vildi það ekki. O‘Neal hafði nýverið slitið trúlofun þeirra og segir lögreglan að Lopez hafi komið á sjúkrahúsið til að fá hring sinn til baka. Rifrildi þeirra lauk með því að vinur hennar reyndi að grípa inn í en Lopez sýndi að hann var vopnaður. Vinurinn fór þá að kalla eftir hjálp en Lopez skaut O‘Neal þrisvar sinnum, stóð svo yfir henni og skaut hana þrisvar til viðbótar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skaut Lopez á bíl þeirra og flúði inn á sjúkrahúsið þar sem vitni segja hann hafa skotið á fleiri aðila af handahófi og lögregluþjónana fyrir utan. Þar féll lögregluþjónninn Samuel Jimenez, sem var 28 ára gamall, Dayna Less, 25, sem vann í apóteki sjúkrahússins.Samuel Jimenez skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.AP/CPDAP fréttaveitan segir frá því að Lopez reyndi að ganga til liðs við slökkvilið Chicago fyrir fjórum árum síðan. Það gekk þó ekki eftir því honum var vikið úr þjálfuninni eftir að hann hafði hótað konu sem einnig var í þjálfuninni. Ekki liggur fyrir hvort það tengist því að sama ár reyndi kona að fá nálgunarbann gegn honum. Þá liggur ekki fyrir hvort að hún hafi fengið nálgunarbannið en Lopez var aldrei kærður.Það sem liggur hins vegar fyrir er að á undanförnum fimm árum hafði Lopez keypt fjórar byssur og hafði hann einnig leyfi til að bera falið skotvopn á sér.Blaðamaður Huffington Post, sem hefur lengi fjallað um skotárásir þar í landi, segir að frá 2015 til nóvember í fyrra hafi 46 skotárásir þar sem fjórir eða fleiri létu lífið átt sér stað. Rannsakendur segja að í 27 skipti af þeim 49 hafi árásarmaðurinn myrt maka eða fjölskyldumeðlim eða átt sér sögu um heimilisofbeldi.Sem dæmi má nefna að Adam Lanza myrti móður sína áður en hann myrti 26 börn og kennara í Sandy Hook. Omar Matten beitti eiginkonur sínar ofbeldi áður en skaut á gesti skemmtistaðarins Pulse í Flórída. Devin Patrick Kelley var meðal annars rekinn úr flughernum fyrir heimilisofbeldi, var sakaður um kynferðisofbeldi en hann skaut 26 manns til bana í kirkju í Sutherland Springs í Texas. Á meðal fórnarlamba hans var amma eiginkonu hans en fjölskylda hennar sótti kirkjuna reglulega. James Hodgkinson, sem skaut á þingmenn Repúblikanaflokksins þar sem þeir voru á hafnaboltaæfingu, var eitt sinn handtekinn fyrir að slá og kyrkja fósturdóttur sína. Svona mætti lengi telja.Ekkert hægt að segja til um orsakasamhengi Bent er á í umfjöllun Time að erfitt sé að segja til um orsakasamhengi á milli heimilisofbeldis og skotárása. Það að menn sem geri skotárásir séu líklegir til að eiga sér sögu um heimilisofbeldi tákni ekki að allir ofbeldismenn fremji skotárásir.Prófessorinn Susan B. Sorenson, sem hefur verið að skoða þessi mál, segir það eina sem hægt sé að alhæfa um aðila sem fremji mannskæðar skotárásir, sé að þeir hafi allir haft aðgang að skotvopnum og jafnvel fjölmörgum. Repúblikanar og Demókratar hafa í gegnum tíðina verið sammála um að reyna að koma í veg fyrir að aðilar sem dæmir eru fyrir heimilisofbeldi hafi aðgang að skotvopnum. Það hefur samt reynst erfitt þar sem fjölmargir slíkir aðilar hafa fallið á milli þilja þegar komi að bakgrunnsskoðunum við byssukaup og þá séu ekki mörg ríki Bandaríkjanna sem geri þeim aðilum að skila byssum sínum eftir að þeir hljóta dóm. Rannsakendur segja þó að marktækur munur sé á tíðni morða þar sem makar eiga í hlut, eftir því hvort ríki taki byssur af dæmdum ofbeldismönnum eða ekki.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjórir dánir eftir skotárás í Chicago Fjórir eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð á sjúkrahúsi í bandarísku stórborginni Chicago í gærkvöldi, tveir starfsmenn spítalans, einn lögreglumaður og árásarmaðurinn sjálfur. 20. nóvember 2018 07:19 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Fjórir dánir eftir skotárás í Chicago Fjórir eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð á sjúkrahúsi í bandarísku stórborginni Chicago í gærkvöldi, tveir starfsmenn spítalans, einn lögreglumaður og árásarmaðurinn sjálfur. 20. nóvember 2018 07:19
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent