Erlent

Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi

Samúel Karl Ólason skrifar
James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI.
James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. AP/Andrew Harnik
James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Samkvæmt stefnunni á hann að mæta á fund nefndarinnar þann 3. desember og svara spurningum þingmanna. Comey ætlar sér að berjast gegn stefnunni en segist tilbúinn að mæta á opinn nefndarfund, því hann segir að Repúblikanar muni afbaka og leka upplýsingum sem hagnast þeim og málstaði þeirra.



Comey hafði hafnað boði nefndarinnar um að mæta á lokaðan fund og sagði að hann myndi mæta á opin fund í staðinn. Lögmaður hans sagði AP fréttaveitunni að til stæði að berjast gegn stefnunni fyrir dómstólum.

Repúblikanar eru að rannsaka aðgerðir FBI í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Þingmenn flokksins hafa lengi haldið því fram að starfsmenn FBI og Dómsmálaráðuneytisins hafi verið að vinna gegn framboði Donald Trump, sem bar sigur úr bítum í kosningunum og er forseti. Þeir hafa kallað fjölda fólks fyrir dómsmálanefndina og aðrar nefndir á undanförnum mánuðum og hafa jafnvel sakað FBI um að hafa hlerað framboð Trump í kosningabaráttunni, án þess þó að hafa rétt fyrir sér.

Demókratar í dómsmálanefndinni segja stefnu starfsbræðra þeirra og ætlaða yfirheyrslu Comey vera síðustu tilraun þeirra til að koma höggi á Rússarannsókninni áður en þeir missa tökin á fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs.

Repúblikanar hafa sömuleiðis stefnt Lorettu Lynch, fyrrverandi Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og vilja að hún mæti á fund nefndarinnar þann 4. desember. Hún hefur þó ekki tjáð sig um stefnuna og fjölmiðlar ytra hafa ekki náð í lögmenn hennar.


Tengdar fréttir

Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller

Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.

Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“

Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×